Færsluflokkur: Bloggar

Framkvæmdagleði !!!

Það er nú aldeilis búin að vera framkvæmdagleði hér á heimilinu undanfarið. Bóndinn í frítúr og blessuð blíða úti þannig að hann hefur ekki setið auðum höndum.  Búnn að brjóta nyðri þakkantinn og steypa hann upp aftur,- steypa vegg innan við hús og setja möl í innkeyrsluna,- réttara sagt gera nýja innkeyrslu og þá bílastæði fyrir tvo bíla ( svona passlega fyrir viðbótarskattlagningu á bensíni), eitt stykki risaösp sem var við það að leggjast á húsið okkar farin, trambolinið komið með endanlegan stað í garðshorninu með ýmsu dúlli í kring og hellur komnar sunnan við hús og tröppur niður að þeim frá hinu nýja bílastæði. Á þessu hellusvæði var líka útbúið eldstæði þannig að þarna á ég eftir að eyða dögum löngum í sólbaði og kveldum löngum í tjilli með þeim sem mig sækja heim. Stefnum síðan að því að mála húsið í næsta frítúr, hugsum um lit þar til.  Bogi setti líka krana utaná húsið svo hægt sé að vökva blómin án vesens ( og fá vatn í steypuna)....þegar Lúkas sá það var honum öllum lokið " Hvernig er það með hann pabba, getur hann allt?"

Bogi hárgreiðslumeistariMaðurinn sem getur allt !!


Fallegi fjörðurinn minn !!

Ég á einn fallegan fjörð,- í huganum altsvo- og á hann aldeilis ekki ein,- heldur með öllum Fáskrúðsfirðingum.  Á mánudagskveldið renndi ég austur, alein en samt ekki, því með mér voru Eyvör,Lisa Ekdahl,Lay Low, Norah Jones og Emiliana Torrini ( Bogi sagði að þetta væri greinilega kerlingaferð !!).  Gott að keyra svona alein með góða músík í botni og hugsa, ja...eða hugsa bara ekki.  Það var gott að koma í fjörðinn fagra, en óumræðilega tregafullt því ég var að fylgja til grafar honum Magna fyrrum nemanda mínum, fjörkálfi hinum mesta.  Fjörðurinn var svo fagur, en svo hnípinn, skrítið hvernig náttúran tekur þátt í sorgum mannabarna sinna.  Útförin var afskaplega falleg og eftirminnileg.  Óumræðilega erfið, en samt yndisleg.  Tónlistin dásamleg og minningarorð sr. Hólmgríms lýstu honum Magna svo vel.  Það var gott að geta faðmað þau mætu hjón Björg og Óa og líka að knúsa alla þessa frábæru krakka sem voru að missa svo góðan félaga.  Þau standa svo vel saman þessi ungmenni og vonandi ná þau að vinna úr sorgarferlinu saman og styðja við þann sem lifði af slysið. 

 Þessa mynd af Fáskrúðsfirði fékk ég á síðunni  http://faskrudsfjordur.123.is

30.sept%20500


Notaleg helgi

Ég er búin að hafa það ansi ljúft um helgina.  Bogi og börn fóru á Blönduós en ég ákvað að vera heima og hlaða batteríin,- það var farið að pípa svoldið í minni ;)   Hlóð svo vel í gær með algjörri leti og góðum lestri að ég var full af krafti í dag og tók húsið svotil í nefið.  Svotil stendur fyrir allt húsið utan barnaherbergja sem líta svo draslaralega út að mér datt ekki í hug að lyfta fingri þar inni,- það fá sko ormarnir sjálfir að gera.........

mágur og svilkona

og dóttir þeirra voru hér í heimsókn um helgina.  Þetta var svona Júróvisíonhelgi......eldaður fasani,- eftir uppskriftinni góðu hér áður,- etið snakk og haft gaman svona frameftir nóttu.  Brjáluð blíða í dag og gær....fullt af ryðguðum stáltaugum !!!

 


Sandkassinn !!

Af hvurju þarf þetta alþingisfólk alltaf að haga sér eins og það sé statt í sandkassa en ekki á alþingi.  Þegar við foreldrar ölum börnin okkar upp þá leggjum við mikið upp úr sátt og samlyndi,- að láta alla njóta góðra verka sinna, vera jákvæð og sýna samstöðu.  Ekki nöldra og tuða bara af því að við erum ekki í "hinu" liðinu.  Við erum bara eitt lið.  Nú sem aldrei fyrr ætti að reyna á að við Íslendingar erum eitt lið.  Við þurfum að vinna saman í að rétta úr kútnum.  Líka á alþingi,- og já,- eiginlega sérstaklega á alþingi.  Mikið vildi ég óska að alþingisfólk hætti að eyða tímanum í að níða skóinn hvurt af öðru og finna galla í öllu sem er gert,- þetta á bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu.  Það er kominn tími til að innleiða samvinnu á þessum vinnustað. Það má ekki vera þannig að foreldar segi við börnin sín,- " hættið nú að rífast,- þið eruð eins og alþingisfólk í sandkassa".

Semsagt,- ef að alþingisfólk vill virkilega öðlast virðingu þjóðarinnar aftur,- þá verður það að láta af þessum ósið og fara að sinna því sem skiptir máli. 


mbl.is Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðrastjórnin

Frábært að fá nýja ríkisstjórn á mæðradaginn ;)  Jóhanna verður landsmóðirin,- og vonandi margar mömmur í nýrri ríkisstjórn.  Ég náttúrulega vona að mamman Jónína Rós verði ráðfreyja skólamála þar sem hún er mikil fagmanneskja á því sviði.  En vegna "goggunarröðunnar" hjá alþingisfólki þá held ég því miður að svo verði ekki.  En samt aldrei að vita hvort þessi ríkisstjórn þori að breyta út frá gömlum og gagnsnýtum hefðum.....
mbl.is Ríkisráðsfundir boðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarblogg

Þetta fer nú að verða svona helgarblogg,- alls ekki daglegt blogg ;) hvað þá daglegt brauð.....hehe

Í allan fyrravetur og í vetur hefur verið svonefndur SMT-stýrihópur starfandi í vinnunni  minni. Við hittumst vikulega og gerðum reglutöflu, kennsluleiðbeiningar fyrir reglur, útbjuggum umbunarspjöld ( Vita- sem stendur fyrir virðing og tillitssemi) og ég veit ekki hvað og hvað.  Í gær var síðan loksins hittingur utan vinnu.  Sirrý bauð heim í Vaðlaheiði,- ég splæsti hreindýri og humri,- Sirrý gerði madeirasósu með og það var alveg magnað !!  Döðluterta á eftir,- ein hin besta sem ég hef á æfinni smakkað.  Er búin að biðja Sirrý um uppskrift og kem henni hingað ef hún leyfir.  Ætluðum í heita pottinn en það var stórhríð úti þannig að við sátum bara inni og tjöttuðum fram eftir nóttu,- bara gaman ;)

Núna bíður mín lokahnykkurinn á stundatöflu næsta vetrar,- alltaf erfiðir þessir síðustu tímar sem þarf að bora inní......langar líka út í sveit að skoða litlu, sætu lömbin,- og Diddu ;)

4737304_black_and_white_sheep-600


Stelpuhelgi....

Framundan er stelpuhelgi á heimilinu.  Það kemur nú reyndar til af því að Lúkas Björn fór til Eyja í handboltakeppni og Bogi Theodor er hetja hafsins þessa dagana sem oft áður.  Við Kolfreyja finnum okkur eflaust e-hvað til að dunda við t.d. að skipta út vetrarfötum úr skápum í sumarföt,- pakka niður skíðafötum en upp með gönguföt ( og skreppum kannske bæði á skíði og í göngu).  Kolfreyja ætlar að skokka eins og eitt 1.maíhlaup,- við ætlum að hlutsta á kór Lundarskóla á laugardaginn og kíkja á söfn og síðan er daman að syngja Mamma Mia í kirkjunni á sunnudaginn. 

Þessa þarf ég að sjá...

Ég gjörsamlega elska hann Wallander vin minn,- og vitna oft í lífsspeki hans.  Les bækurnar um hann með áfergju ( eins og flesta norræna krimma reyndar). Hef bara séð sjónvarpsmyndir um hann á sænsku en ekki breska þætti !!

Og mikið var gaman að Önnu minni Pihl í kveld ;)


mbl.is Branagh fékk verðlaun fyrir Wallander
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært ;)

Það er nefnilega svo nauðsynlegt að á Alþingi Íslendinga sitji þverskurður af þjóðinni og konur eru jú rúmlega helmingur þjóðarinnar !!  Alveg frábært og sannarlega öllu jafnréttisfólki sem barist hefur í gegnum tíðina að þakka.
mbl.is Aldrei fleiri konur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband