Komin heim ;)
25.7.2008 | 02:46
Eftir tæplega 3ja vikna "útilegu" er ég komin heim í Löngumýrina. Mikið var gott að detta inn um dyrnar í kveld ( lesist nótt ;) með erfiðsmunum við að ýta blaða og póstbunkanum frá. Ég var í 2ja vikna dásamlegu fríi í Kríuás í Hafnarfirðinum, sól og blíða svotil hvern dag,- heitur pottur og alles. Lukkan yfir mér og mínum að Steinvör systir fór í frí til Þýskalands/Austurríkis og ég fékk húsið hennar á meðan. Heimsótti böns af vinum og vandafólki,- át á mig gat ( aftur og aftur, eins og fram hefur komið), snúllaðist við barnabörnin og börnin. Frílistaði mig í Heiðmörk, við Vífilsstaðavatn o.fl.o.fl. Síðan á mánudag hef ég verið ásamt systkinum mínum í Hveragerði að ganga frá í húsi m+p. Það er ekki beint frí, þó það sé frí frá vinnu. En ekki svona slakandi frí. Vorum að daginn langan ( og kveldin löng) því af nógu var að taka. Og ekki búin enn..........
Keyrði heim í kveld,- hirti upp litlu börnin mín á Blönduósi ( þar sem þau hafa lifað í vellystingum hjá ömmu og afa síðan á sunnudag) og heim....heim...heim. Sama hvað mig langar á hina yndislegu frönsku daga þá hef ég ekki orku í það þetta árið. Hvíld og sólbað um helgina ( og ganga frá úr kössum, þrífa hús, slá garð, taka upp úr töskum, þvo þvott.....og...og..og).
Njótið helgarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérstakt !!
23.7.2008 | 08:44
Það er óneitanlega töluvert sérstakt að fara í gegnum dótið hja m+p, en við systkinin erum í því þessa dagana. Tökum okkur góðan tíma enda eiga þau það skilið elsku mamma og pabbi að við berum virðingu fyrir dótinu þeirrra. Ótrúlegt en satt,- þá erum við búin að skipta bókunum upp.....og mesti fjársjóðurinn er auðvitað bækurnar sem pabbi batt inn sjálfur á sínum tíma. Á milli gamalla jólakorta leynast líka kort og bréf frá okkur börnunum til þeirra í gegnum tíðina,- og kort og bréf frá þeim til okkar. Er t.d. komin með kort sem pabbi sendi mér þegar ég var í sumarbúðunum á Eiðum 10 ára og hann staddur í Ammeríkunni.
Allt fullt af minningum, tárum, sorg og trega.........en líka gleði og ánægju yfir góðri bernsku og hamingjusömu lífi mömmu og pabba.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og meiri matur....
21.7.2008 | 00:27
Ég er af hinu alkunna Kolfreyjustaðarslekti, afskomandi sr. Þorleifs Kjartans Kristmundssonar alþekkts nautnamanns í mat !! Og mæ ó mæ, hvort ég sver mig ekki í ættina !! Í þessu sumarfríi er búið að vera gengdarlaust át og aðalumræðuefni við hverja máltíð er hvað maturinn er góður og hvað ætti nú að elda næst !!!
Fiskihlaðborð á Resturant Reykjavík var gómsætt.....
Úrbeinað læri hjá Lúkasi afa frábært.....
Pönnupizza á Pizza Hut.....sei nó more....
Og síðan fór ég að elda....kjúklingarétt á föstudagskveld í félagsskap Kjartans Þórs sonar míns, spúsu hans og ömmubörnunum tveimur.........kjúklingarétt á laugardagskveld í félagsskap Siggu frænkusystur, spúsa hennar, börnum og systur og móður........læri í kveld í félagsskap Steinvarar systur, spúsa hennar og börnum.
Sem betur fer eru flestir af borðfélögum mínum af sömu dásemdarætt,- og sverja sig einnig í ættina !! og þeim þykir rauðvín líka gott
Er að fara í matarboð annað kveld ;) Og hlakka til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búið að óma...
18.7.2008 | 01:04
...í eyrum mér þetta bráðskemmtilega lag sem Kalli mágur minn söng til sigurs.
En núna ómar Mama mia í hausnum á mér........enda var ég í bíó í kveld....og ætla aftur..og aftur og aftur ;)
![]() |
,,Mér líður svo vel" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gúrkutíð
17.7.2008 | 11:55
Algjörar gúrkur í fréttum þessa dagana. Og eins hjá mér. Þvælist um í dásemdarfríi,- et á mig gat á hvurjum degi og svei mér þá ef þessi afslöppun og ofát hefur ekki gert mig skoðanalausa. Það er eins og heilinn hafi verið settur á "hold". Hugsa eingöngu um að slæpast, sóla mig, eta og hitta vini, vandamenn og barnabörn. Of afslappað líf gerir konu greinilega lata.....til handa og hugar ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við veisluborð dag eftir dag....
13.7.2008 | 15:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dásemdin ein...
11.7.2008 | 02:11
...að tjilla og dingla sér. Farið í heita pottinn á hvurjum degi,- og sumir oftar....lesist Kolfreyja Sól. Barnabörnin eintómt æði og Patrekur undi sér vel hjá ömmu og frændsystkinum í heilan sólarhring. Fórum í Heiðmörkina, að Vífilsstaðavatni og hugsuðum til mömmu sem réri þar á vatninu á ungdómsárum sínum ;) Auðvitað komum við síðan við í Garðakirkjugarði hjá leiðum m+p. Búin að hitta slatta af góðum vinum, Karen móðursystur Boga og hennar fjölskyldu, þær náðu vel saman Kolfreyja og Sofia sem er 7 ára. Lúkas minn og Lúkas hennar eru ekki ólíkir í sprellinu og ekki ólíkir Lúkasi afa. Þess má geta að Karen móðursystir Boga er ári yngri en hann þannig að kynslóðir eru svolítið ruglaðar. Þórhildur vinkona og Emil hennar litli eru búin að skemmta okkur og við Þórhildur brugðum okkur í bíó á meðan Lúkas sat í heldri fólks stúku og horfði á Val vinna KR ( og hafðu það Jóhann.....besti mágur ;). Fiskisúpa hjá Gerði ömmu og Lúkasi afa er sú besta í heimi og sólin sem skín alla daga er ekki af verri endunum.
Lífið er semsagt....dásemdin ein ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fleiri....
10.7.2008 | 00:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sól og blíða
8.7.2008 | 00:26
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Púff !!!
4.7.2008 | 23:29
Frábær dagur. Gjörsamlega. Fótbolti,- fótbolti. Eftir marga tapleiki í gær og svekkelsi hjá syni mínum þá unnu þeir KR ( ertu ekki örugglega að lesa þetta JÓHANN uppáhaldsmágur...) 6-3 og Lúkas átti 2 mörk. Gleðin í fyrirrúmi.
Lúkas sagði mér frá Þórði sem er í liði með honum og á mömmu í R-vík. Þegar leið á spjallið áttaði ég mig á því að umrædd móðir væri engin önnur en hún Kristín ( Stína) í Miðgarði æskuvinkona mín. Lítið Ísland a tarna.
Stóð hádegisvaktina í KA-heimilinu í dag, eins og í gær, og skammtaði hressum 5.fl. drengum mat.
Vinna í smátíma,- gera samninga við nýja kennara og minni á að mig vantar DÖNSKUKENNARA næsta skólaár. Þið sem lesið þetta,- endilega sækja um ( verst að Sigga er ekki komin með dönskureynsluna enn og ekki búin með b.ed. námið ). Loka tölvunni og volla.....SUMARFRÍ.
Góðir vinir í kveldmat,- steiktur saltfiskur á spænska vísu,- hrikalega góður.....gott rauðvín með. Bláber, súkkulaðirúsínur og ís í eftirrétt ( Ólína á heiðurinn af þessum eftirrétti). Nammi, nammmmmmmm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)