Einkavæðing...
30.4.2008 | 18:15
![]() |
Mikilvægt að lausn finnist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Löng og ljúf letihelgi...
27.4.2008 | 23:45
...er senn á enda. Hef ekki í langan, langan tíma slappað jafnvel af. Svaf frameftir og dinglaði mér þess á milli. Eldaði í gær stórgóðan kjúlla, en uppskriftina finnið þið á síðu bloggvinar míns Kokksins ( þar er nú ekkert smá af girnilegum uppskriftum ). Smellti mér í bíó í gærkveldi og sá Rúllandi steina...fín mynd og geggjuð tónlist, en mikið hroðalega eldast hljómsveitarmeðlimirnir illa ( ef nornin í Hans og Grétu er til þá er hún eins og Keith Richard). Svaf meira frameftir í dag, dinglaði mér og fór í sund með manni, dóttur og viðhengi. Bogi eldaði síðan dýrindis lambalundir !!! Vann bara aðeins í kveld,- en fór síðan á vefvarf !!! og ætla nú að fara að lúra meira.
Þessi helgi var ekkert fleiri dagar en venjuleg helgi....en virkaði miklu lengri, þökk sé letinni !!
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Trukkakarl...
26.4.2008 | 20:47
Ég held það hafi verið vöruflutningabílsstjóri í Bónus í dag. Þegar ég og minn ektamaki gengum inn í Bónus heyrðum við háreysti mikil. Þar við kassa var sköllóttur, þéttur maður að hella sér yfir annan. Held örugglega að þetta hafi verið trukkabílstjóri ;). Glæpur hins mannsins virtist mér hafa verið sá að biðja trukkastjórann um að færa körfuna sína aðeins aftar, því hann hafði keyrt henni á konu nokkra. En trukkastjórar keyra greinilega innkaupakerrur eins og trukkana sína,- þar sem þeim sýnist og ef e-hver gerir athugasemd þá er öskrað og æpt og steytt hnefa !!
Beið spennt eftir GAS-gaurnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært
26.4.2008 | 11:13
Hipp, hipp, húrra. Mikið er þetta dásamleg frétt og óskandi að hún standist algjörlega. Ég þekki ótal margar konur sem hafa fengið brjóstakrabba,- og of margar sem hafa orðið undir í baráttunni við hann.
Og stelpur, verið duglega að skoða brjóstin ykkar ;)
![]() |
Bóluefni við brjóstakrabba? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt sumar
24.4.2008 | 00:29
Er þetta ekki málið í sumar,- berrössuð á tánum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gott að búa í ....
23.4.2008 | 19:58
...hæglætisbænum Akureyri þessa dagana ;)
En atburðir dagsins eru að mínu mati ömurlegir og enn sem fyrr hef ég Ragnars Reykhásskoðun á þeim. En það virðist svo sem ekkert virka fyrir almenning í þessu landi,- kjaraviðræður í ró og næði skila af sér kreppu, lögleg verkföll stöðvuð með yfirvofandi lagasetningu og ég veit ekki hvað.
Geir forsæti sagði að þeir semdu nú ekki við menn sem létu eins og .....þingmenn sem vanir væru að ræða við fólk og nota samræður og rök,- ég segi nú bara....hvar voru þessir þingmenn þegar þeir hótuðu lagasetningu á kennara á sínum tíma,- algjörlega löglegt verkfall þá í gangi og siðmenntaðar viðræður að hætti herra Haarde, ekki skilaði það miklu í pyngju kennara. Kennarar ættu kannske að fara með kennaraprikin ( ef þau eru til e-hvers staðar) eða SMT-spjöldin og stöðva umferð, og fá óeirðalögguna á vettvang !!!
Annars er helst í fréttum að ég fór á gönguskíði í fyrsta sinn á ævinni í dag, og datt bara 2var á 3,5 km. leið ( ótrúlega stolt af sjálfri mér). Býst við harðsperrum á morgun.........
![]() |
Mótmælin fóru úr böndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vörubílspallurinn...
20.4.2008 | 21:11
...á Reyðarfirði,- munið þið ekki eftir honum ? Það gat nú verið ári gaman að skella sér þangað um miðja nótt,- eða seint um kveld. Velta sér síðan upp úr snjónum og skella sér út í aftur....
en það var þá, konu dettur ekki svona vitleysa í hug í dag, enda er löngu búið að taka vörubílspallinn góða sem var brúkaður sem heitur pottur.
![]() |
Skelltu sér í nætursund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sími...
19.4.2008 | 16:27
Talaði í amk. 2. klt í símann við frænkusystur mína !!! Það mætti halda að við hefðum ekkert sést undanfarið ;) Held að ég hafi aldrei á æfinni talað svona lengi í síma í einni lotu..........
Þegar ég var ung stúlka var símanúmerið heima hjá mér löng-stutt-löng
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
gamlar hendur...
17.4.2008 | 18:53
Mamma mín, sagði Kolfreyja Sól á leiðinni til Reykjavíkur í dag,- þú ert með unga sál....en svoldið gamlar hendur,- æðarnar standa svona upp !!!
Gott að vita það.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Takk
16.4.2008 | 22:25
Takk, takk enn og aftur kæru vinir fyrir góðar kveðjur og hug !! Já Helga Snædal...þetta er ??? með hana Kolfreyju, hvað hún er að flækjast þarna í fortíðinni. Í gærkveldi sátum við Steinvör systir og skrifuðum þessa fínu minningargrein um hana mömmu fyrir okkur yngra hollið. Þegar við fórum að senda greinina inn þá var hún auðvitað of löng og við eyddum löngum tíma í að stytta hana. Það var nú ótrúlega erfitt því við vildum koma svo mörgu að,- æsku hennar, Vífilstaðaárin, æsku okkar með henni á Kolfreyjustað, Andey og síðan Hveragerði...náðum greininni loksins niður fyrir 3000 slög,- varla nokkur punktur né kommur ;) Birti hér seinna fulla lengd á greininni !!! Í dag var síðan kistulagning hjá elsku mömmu. Yndisleg athöfn ( þið verðið að fyrirgefa ef ég hljóma væmin,- en svona er það bara þessa dagana )og ljúft og gott að vera í Garðakirkju. Presturinn bara frábær,- séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Guðfeðurnir sáu um yngri börnin okkar á meðan kistulagningin fór fram og síðan fórum við í pizzur til þeirra. Mér skilst að Kolfreyja Sól hafi hafi haldið þeim uppi með gríðar skemmtun...... Komið að kveldi, komin á Selfoss til Kjartans míns og fjölskyldu. Jarðarförin á morgun. Góðar stundir |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)