Löng og ljúf letihelgi...

...er senn á enda.  Hef ekki í langan, langan tíma slappað jafnvel af.  Svaf frameftir og dinglaði mér þess á milli.  Eldaði í gær stórgóðan kjúlla, en uppskriftina finnið þið á síðu bloggvinar míns Kokksins ( þar er nú ekkert smá af girnilegum uppskriftum ). Smellti mér í bíó í gærkveldi og sá Rúllandi steina...fín mynd og geggjuð tónlist, en mikið hroðalega eldast hljómsveitarmeðlimirnir illa ( ef nornin í Hans og Grétu er til þá er hún eins og Keith Richard). Svaf meira frameftir í dag, dinglaði mér og fór í sund með manni, dóttur og viðhengi.  Bogi eldaði síðan dýrindis lambalundir !!!   Vann bara aðeins í kveld,- en fór síðan á vefvarf !!! og ætla nú að fara að lúra meira.

Þessi helgi var ekkert fleiri dagar en venjuleg helgi....en virkaði miklu lengri, þökk sé letinni !!

Góða nótt

SleepIsGood


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Svona helgar eru gulls í gildi og væri óskandi að maður næði þeim fleiri þannig. Til hamingju með helgina :)

Óskar, 28.4.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hljómar vel. Ég held ad thad sé næstum lífsnaudsynlegt ad gefa sér leyfi til ad slappa svona af, inn á milli. Thad var mikid rætt um thad í blødunum hér um daginn, ad fólk tharf stundum ad "skrópa" úr vinnu ;-) bara til ad hlada batteríin andlega.  Thad hljómar kannski smá asnalega, en vinnusálfrædingar mæltu einmitt med, ad madur væri ekki bara heima úr vinnu ef madur væri líkamlega veikur, heldur líka ef madur væri búinn á limmminu andlega séd.

ps. fékkstu linkid til LP. ???

kær kvedja, Solla 

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 18:43

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já Solla,- gott að geta notað helgarnar til að pústa ;)

Fékk linkið og er byrjuð að skoða,- ligg örugglega í þessu í sumar og þegar ég kem til DK- að heimsækja hin mætu hjón Siggu og Nonna þá rek ég garnirnar úr þér ;)  Takk fyrir

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:18

4 identicon

Gott hjá þér, svona helgar eru lífsnauðsynlegar. Mikið er ég farin að þrá eina svona :-). Kær kveðja að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:06

5 identicon

En notó helgi.. kveðja til ykkar allra frá okkur öllum.

Hafdís Rut (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband