Gott að búa í ....

...hæglætisbænum Akureyri þessa dagana ;)

En atburðir dagsins eru að mínu mati ömurlegir og enn sem fyrr hef ég Ragnars Reykhásskoðun á þeim.  En það virðist svo sem ekkert virka fyrir almenning í þessu landi,- kjaraviðræður í ró og næði skila af sér kreppu, lögleg verkföll stöðvuð með yfirvofandi lagasetningu og ég veit ekki hvað. 

 Geir forsæti sagði að þeir semdu nú ekki við menn sem létu eins og .....þingmenn sem vanir væru að ræða við fólk og nota samræður og rök,- ég segi nú bara....hvar voru þessir þingmenn þegar þeir hótuðu lagasetningu á kennara á sínum tíma,- algjörlega löglegt verkfall þá í gangi og siðmenntaðar viðræður að hætti herra Haarde, ekki skilaði það miklu í pyngju kennara.  Kennarar ættu kannske að fara með kennaraprikin  ( ef þau eru til e-hvers staðar) eða SMT-spjöldin og stöðva umferð, og fá óeirðalögguna á vettvang !!!

Annars er helst í fréttum að ég fór á gönguskíði í fyrsta sinn á ævinni í dag, og datt bara 2var á 3,5 km. leið ( ótrúlega stolt af sjálfri  mér).  Býst við harðsperrum á morgun.........

Cross_Country_Skiing


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss heimur versnandi fer! Ég hef eins og nafna mín skoðun á þessu máli og finnst að vörubílstjórarnir séu að missa tökin á eigin skapsmunum. Mér finnst þeir vera að ganga of langt. Mér finnst þó líka að það hefði mátt fyrirbyggja þetta með því að ræða við þessa gaura áður en til þessa kom. Þegar menn eru "dissaðir" í þetta langan tíma og eru jafn þrjóskir og þessir gaurar, þá er ekki við góðu að búast! Þegar hart mætir hörðu er ekki hægt að búast við mjúkri lendingu!

Erum við að tala um skíða-hvað??? Sumardagurinn fyrsti er á morgun sko!!! Ég kalla þig góða að komast heila 3,5 kílómetra á gönguskíðum!

Helga S (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband