Notalegt
29.3.2009 | 22:21
Þegar ég vaknaði í gærmorgun þá skein sólin og mér sýndist ekki bærast hár á höfði,- umm skíði...hugsaði ég,- en sem betur fer kíkti ég inná heimasíðu Hlíðarfjalls og sá að það var 11 stiga frost í fjallinu......þannig að ég ákvað að dinglast frekar með Kolfreyju Sól og leyfa henni að njóta návistar vina sinna að austan sem voru hér á Goðamóti. Sem betur fer semsagt því mér skilst að stólalyftan hafi bilað og fólk setið krókloppið hátt í tvo tíma fast í lyftunni. Hefði ekki alveg boðið í það með ormana mína tvo ;) og kuldaskræfuna mig......
Í stað þess að hírast í lyftunni þá átti ég dásamlegan letidag,- kíkti á leik í Boganum,- Kolfreyja fékk guttana tvo í heimsókn og ég móður þeirra svona inn á milli leikja. Í gærkveldi var algjör leti,- og í dag byrjaði ég daginn á messuferð.....það gerist nú ekki oft,- e-lega bara þegar Kolfreyja er að syngja ( slæm játning, ég veit). Messan hleypti orku í mig ( eða letin í gær, nema hvorutveggja sé) og hér var skúrað og skrúbbað og meira að segja tekið til í nokkrum skápum !! Eldaði síðan Lasanja ( svo mikið að ég þarf ekki að elda á morgun ;) og horfði á hinn yndislega Sommer. Mikið er ég feginn að hann Christian fannst ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til skammar...
27.3.2009 | 21:09
...hve ég er orðin löt hér á blogginu. Ætla samt ekki að taka fingur af lyklaborði heldur hressa mig við í þessu enda búin að blogga síðan í snemma á þessari öld. Byrjaði að mig minnir 2002 í Þorlákshöfn,- rétt áður en ég fór austur á Fáskrúðs hinn fagra. Bloggletin núna stafar kannske að e-hverju leyti af snjáldurskinnunni,- aðallega skraflinu þar !! Síðan er bara búið að vera svoldið mikið að gera,- vinna, börnin,-maturinn,-þvotturinn,-skúringarnar og þess háttar og síðan þarf ég alltaf að fara annan hvurn dag og setja loft í annað afturdekkið á bílnum. Já,- þar kom það.......þess vegna hef ég ekki haft tíma til að blogga,- þetta loftvesen með dekkið- en það er búið að fara þrisvar í viðgerð og nú tími ég ekki meir,- naglarnir gengnir vel inní og ég býð bara eftir að snjóa leysi og ég geti sett sumardekkin undir,- þá fáið þið sko bloggfærslur á færibandi.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Feiknafasani !!
22.3.2009 | 17:56
Hann var svo góður.....
Einiber,láviðarlauf,basil og villikryddið góða frá Pottagöldrum steytt saman og nuddað á fasanabringurnar. Slurkur af rauðvíni hellt yfir og þetta látið bíða frameftir degi. Bringurnar veiddar uppúr og brúnaðar í smjöri á snarpheitri pönnu. Taknar af pönnunni og beikoni vafið um hvurja bringu og síðan smjördeig þar yfir ( ég keypti það bara út í búð og flatti hvurja köku dulítið út þannig að hvur kaka passaði fyrir tvær bringur). Skellt í heitan ofn,- í smátíma, fylgjast bara með smjördeiginu ;)
Við Hjörtur frændbróðir gerðum geggjaða sósu með. Sneiddum heilan lauk í smátt og mýktum í smjöri og ólífuolíu á pönnu. Út í það settum við löginn af fasananum og síðan rjóma og nautakraft. Dágóður slatti af rauðvíni þar við og salt. Þetta smökkuðum við síðan til og ég lýg því ekki að þessi sósa er bara æði !!!
Sætar kartöflur sneiddar smátt,- fullt af hvítlauksrifum, rauðlaukur brytjaður við og sveppir ( ég átti sveppi sem við hjónin týndum í Kjarnaskógi í haust- en annars hefði ég notað kastníusveppi). Olía yfir og salt og bakað í ofni.
Klettasalat, lambasalat, steinselja, gúrka, paprika og cammerbertostur var uppistaðan í salatinu !!
Þetta er svooooo gott. Fasaninn lungamjúkur og þokkalega safaríkur !! Ég var búin að kvíða því svolítið að hann yrði alltof þurr og bara eins og pappír,- en beikonið reddaði því alveg. Yndislegur villikeimur.........og eitt og eitt hagl !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sólin skín....
20.3.2009 | 08:31
....og gefur fyrirheit um bjartan og góðan dag. Það léttir konu lundina þegar orðið er albjart þegar hún fer á fætur . Gaman í vinnunni eins og nokkurn veginn ávallt og síðan er von á frábærum helgargestum. Í dag verður Sólin mín ( með fyrra nafnið Kolfreyja) að syngja í Bókval ( sem ég kalla svo enn þó það heiti fyrir löngu síðan Penninn-Eymundsson) með sönghóp sínum kl. 17 !! (svona ef þið eruð á ferðinn í miðbænum). Stefni síðan að notalegu kveldi með gestunum góðglöðu, vonandi geysist ég um Hlíðarfjall á morgun og síðan er það leikhús annað kveld eftir að fasaninn föngulegi hefur verið snæddur. Já, það eru svo sannarlega fyrirheit um góða daga framundan !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jesssss
19.3.2009 | 18:30
Jóhanna verður þjóðhetja. Þekkt fyrir að hafa verið sú sem dró íslenska þjóð upp úr óráðstíu bankaóreiðu, peningalegrar/kvótalegrar stéttaskiptingar og skuldafeni nýfrjálshyggjunnar !!!
Það er ekki tilviljun að í ættbálkum ráða oft öldungar svokallaðir. Af visku þeirra og reynslu er af miklu að taka og þeir eru góðir til að leiða og beina í rétta átt. Jóhanna hefur marga fjöruna sopið og upplifað sorgir og sigra,- margt til okkar að miðla !!!
Jó,- er ég enn ljóðræn síðan á mánudag ;)
![]() |
Jóhanna svarar kalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fasani....
18.3.2009 | 22:34
Lenti á þessari fínu villibráðarútsölu í Hagkaup um daginn.....og verslaði slatta af fasanabringum og reyndar líka Kengúru. Nú er stefnan að elda fasana um helgina og ég er búin grafla svoldið en finn svosem ekki uppskriftir sem ég er alveg að falla fyrir...........
Hugmyndir takk ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menningarveisla
16.3.2009 | 22:46
Var í frábærri menningarveislu í dag. Stóra upplestarkeppnin stendur alltaf fyrir sínu. Börnin lesa svo vel,- skemmtilega sögu og yndisleg ljóð. Þyrfti að stefna að því að fara oftar á ljóðaupplestur,- svo gott fyrir sálina ( mína altsvo...ekki Jóns míns). Ekki sakar að einnig eru flott tónlistaratriði inn á milli,- fiðla og píanó fékk hug minn á flug.
Sko....ég er bara orðin skáldleg ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kveld.....
15.3.2009 | 02:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Greyið !!
15.3.2009 | 01:47
![]() |
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fór í vorið....
12.3.2009 | 22:13
...í höfuðhreppnum í gærkveldi,- fuglarnir sungu við raust,- túlipanar gægðust upp úr gróðurmoldinni og hvaðeina. Þetta var hreinlega eins og að koma í annað land en ekki landshluta. Fór að heiman í gaddi og snjó með prjónahúfu á höfði og hlýja vettlinga !! Húfunni var hið snarasta komið fyrir ofaní kvenveskinu þegar í vorblíðu höfuðshreppsins var komið og vettlingarnir.....já hvar eru þeir?
Átti góðan sólarhring í vorinu,- en þykir ekkert verra að vera komin norður,- með húfuna á hausnum, krókloppnar hendur og stefni á skíði á morgun !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)