Notalegt

Þegar ég vaknaði í gærmorgun þá skein sólin og mér sýndist ekki bærast hár á höfði,- umm skíði...hugsaði ég,- en sem betur fer kíkti ég inná heimasíðu Hlíðarfjalls og sá að það var 11 stiga frost í fjallinu......þannig að ég ákvað að dinglast frekar með Kolfreyju Sól og leyfa henni að njóta návistar vina sinna að austan sem voru hér á Goðamóti. Sem betur fer semsagt því mér skilst að stólalyftan hafi bilað og fólk setið krókloppið hátt í tvo tíma fast í lyftunni.  Hefði ekki alveg boðið í það með ormana mína tvo ;) og kuldaskræfuna mig......

Í stað þess að hírast í lyftunni þá átti ég dásamlegan letidag,- kíkti á leik í Boganum,- Kolfreyja fékk guttana tvo í heimsókn og ég móður þeirra svona inn á milli leikja.  Í gærkveldi var algjör leti,- og í dag byrjaði ég daginn á messuferð.....það gerist nú ekki oft,- e-lega bara þegar Kolfreyja er að syngja ( slæm játning, ég veit).  Messan hleypti orku í mig ( eða letin í gær, nema hvorutveggja sé) og hér var skúrað og skrúbbað og meira að segja tekið til í nokkrum skápum !!  Eldaði síðan Lasanja ( svo mikið að ég þarf ekki að elda á morgun ;) og horfði á hinn yndislega Sommer.  Mikið er ég feginn að hann Christian fannst ;) 

6068-4

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað var nú gott að þú fékkst hugboð og slappst við að hýrast föst í lyftunni í skítakulda! :) Miklu skemmtilegra að dinglast og hitta krakkavinina! :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:24

2 identicon

Takk fyrir okkur - heimferðin gekk eins og í sögu - gaurarnir í aftur sætinu spáðu og spekúleruðu um hversu mörgum metrum á eftir okkur vondaveðrið væri.

Líneik Anna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband