Tóm gleði

Þrátt fyrir alveg ótrúlegan slappleika hjá frúnni þessi jól ríkir tóm gleði og hamingja á heimilinu. Barnabarnið er nefnilega komið í heimsókn ;)  Patrekur Jóhann Kjartansson kom hér í gær ásamt móður sinni og föður ( líka voðalega gaman að fá þau), hundinum Ronju og síðan er komin nokkuð vænleg kúla á tengdadótturina,- já takk, annað á leiðinni, von á því í apríl/mai.

Annars hef ég hreinlega sofið út í eitt, sofna yfir ótrúlegustu bókum meira að segja, og vakna jafnþreytt og ég sofna.  Pirr...pirr.  Fór nú samt á skíði í gær og er að fara í leikhús í kveld. 

Risakalkúnn kominn heim í hús....................og undinbúningur áramóta á fullu.


Myndir

komnar í jólaalbúm. 

Handa þér


Glæsilegt

Aldeilis glæsilegt val hjá íþróttafréttariturum.  Margrét Lára hefur sýnt það og sannað að hún er meiriháttar fyrirmynd fyrir stelpur.  Já, stelpur,- allt er hægt !!!

 


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆÆÆÆ....

Ég sem var búin að fjárfesta í dýrindiskjólgopa,- panta greiðslu, sparsl og alles.  Og bjó mig undir að snæða nuddað bjórnaut,- og hlusta á framliðinn Pavarotti.  Ferlega fúlt ;)
mbl.is Engin nýársveisla hjá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jól, jól og jól

23368833Núna er frúin risin úr rekkju eftir heilan dag í koju, búin að sofa og sofa og svitna og svitna.  Ætli þessi pest sé ekki spennufall eftir strembinn desembermánuð.  Hef greinilega ekki þolað afslöppunina í gær.  Bogi búin að færa mér heitt todd inn í sófa, fullt af kertaljósum og jólatréð dásamlegt.  Sit og vafra um vefinn eins og er en rétt bráðun held ég áfram í arfagóðum krimma.....

Við Kolfreyja fórum í aftansöng kl. 18 í gær og sóttum jólin.  Dásamlega skemmtileg ræða hjá séra Óskari, hann og organistinn gerðu jólaguðspjallið ógleymanlegt.  Takk fyrir.

Heima stússuðu Lúkas ( sem vill ekki í kirkju þann dag sem alltaf er verið að tala um Lúkas- eins og hann segir sjálfur) og Bogi við rjúpurnar og auðvitað toppar Bogi sig hver einustu jól.  Aldrei betri sósa, aldrei betri rjúpur og aldrei betra rauðkál.  Ris a´la mande á eftir og Lúkas fékk möndluna blessaður.  Börnin svo stillt og góð að ég var farin að velta fyrir mér hvort hefðu orðið e-hver skipti.  En þau líta alveg eins út og áður ;)   Fullt af kræsilegum pökkum.  Mér er greinilega ætluð slökun, sængurföt, rauðvínsglös og rauðvín, uppskriftabækur, leikhúsmiðar, kerti, Lisu Ekhdal diskur og andlitsbað...................ummmmmm


Álfafamelían....

 

http://www.elfyourself.com/?id=1735121038


Gleðilega jólahátíð

Gleðilega jól til ykkar allra sem kíkið við á þessari síðu !  Eigið notaleg, dásamleg og afslöppuð jól.

Jól á Kolfreyjustað


Ég lifi....

Þrátt fyrir að vera næstum drukknuð í barnastússi, vinnu og jóla, jóla, jólastússi.  Hélt um tíma að ég myndi drukkna í jólakortum, jólagjöfum, jólapappír og borðum.  Já, borðum, var um tíma með jólaborða vafða utanum mig, límbönd á ólíklegustu stöðum og glimmer...........en tókst að bjarga mér úr klípunni, jólakortin farin í póst, pakkar í flutningabíla og glimmerið í vaskinn ;)

Rjúpurnar verða teknar úr kistunni á eftir, grjónin soðin í rjóma og Bogi kemur heim á morgun eða hinn.   Þá mega jólin barasta alveg koma.  Ég og börnin vorum hreinlega að spá í að halda heilög jól um leð og pabbinn mætir á svæðið, en það væri nú svoldið svindl að leyfa honum ekki að stússa aðeins með okkur og skúra smá og pakka inn eins og einum pakka.  Þar að auki kann frúin ekkert að elda rjúpur þannig að þá er þessi hugmynd fallin um sjálfa sig.

298623703_610e7da1f4


Fim og fín !!

Þá er þessi helgi að renna sitt skeið á enda.  Á föstudaginn sýndi ég fimi mína í fimleikum en það var slútttími hjá dótturinni í fimleikunum og foreldrar léku með.  Kollhnís og allt !!!  Skrifað á jólakort síðan langt fram eftir nóttu, eða réttara sagt skrifað utan á umslög, kortin voru hönnuð og prentuð þannig að umslögin var það eina sem þurfti að handskrifa.  Þökk sé því... ( samt finnst mér mjög gaman að skrifa á jólakort !!! alveg satt) þá brá frúin sér í Hlíðarfjall á laugardeginum með börnunum.  Þannig að þið sem eruð súr yfir því að fá ekki gríðarlega persónulegt jólakort frá Langamýrargenginu verðið bara að hugga ykkur við það að því var semsagt fórnað fyrir gæðatíma með börnunum.  (Hitt er annað mál að ég náði svo fínni mynd af börnunum og fann svo fína vísu á kortið að það er alveg jafnfínt og persónulega párið mitt). Bakaði síðan enn fleiri Sörur um kveldið,- þessar fyrir hann Kjartan minn sem veit ekki betri kökur en Sörur.  Sunnudagsmorgninum var eytt í Akureyrarkirkju þar sem var Aðventuhátíð barnanna, gasalega gaman og yndislegir barnakórar.  Steinsofnaði síðan yfir Silfrinu, veit ekki hvort það var Illugi sem hafði þessi róandi áhrif á mig eða Ögmundur ;) 

Góðir gestir á laugardag, Kalli, Helga og Tóta og líka góðir gestir á sunnudagskveldið Jónína, Halldór og börnin þeirra þrjú.

Og þá er bara að láta þetta allt rúlla fram að jólum

Fína myndin...Jólamyndin í ár


Stjóri eða stýra,- skiptir það máli?

Í þeirri umræðu sem hefur átt sem stað undanfarið í þjóðfélaginu og á bloggsíðum alnetsins ( ekki almættisins !!) hafa þónokkrir sagt þá skoðun sína að þeim finnist það nú hálfgerður sparðatíningur að eltast við að konur hafi ekki starfstitla sem eru karlkyns.  Ég hef ekki verið sammála þessu og tel gríðarlega mikiklvægt að fyrirmyndir allra barna séu þannig að þau átti sig á því að öll störf geti hentað báðum kynjum.  Í gær fékk ég aldeilis stuðning við þessa skoðun mína, þ.e. hvað starfsheitið getur haft áhrif á börnin og mótað skoðanir þeirra. 

Ég  var nefnilega svo heppin að ein kennslukonan á yngsta stiginu þurfti að fara í foreldraviðtal og það vantaði e-hvern til að lesa fyrir nemendur hennar í nestistímanum.  Mér þykir óendanlega gaman að lesa, hvað þá fyrir börn og stökk í verkefnið.  Kennslukonan var að segja nemendum frá því að skólastjórinn væri að koma að lesa fyrir þau þegar ég kom inn í stofuna,- en ert þú ekki í karlastarfi?sögðu þá nemendurnir við mig,- skólastjóri er kallorð,-   já, sagði ég ,- en ég er nefnilega skólastýra ;)   og er það ekki konuorð,- jú, jú, þeim leyst ljómandi vel á það.

las síðan fyrir þau jólasveinasögu þar sem skólastjóri kom mikið við sögu en ég breytti því auðvitað í skólastýran.......og höfðum við öll mjög gaman af.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband