Jól, jól og jól

23368833Núna er frúin risin úr rekkju eftir heilan dag í koju, búin að sofa og sofa og svitna og svitna.  Ætli þessi pest sé ekki spennufall eftir strembinn desembermánuð.  Hef greinilega ekki þolað afslöppunina í gær.  Bogi búin að færa mér heitt todd inn í sófa, fullt af kertaljósum og jólatréð dásamlegt.  Sit og vafra um vefinn eins og er en rétt bráðun held ég áfram í arfagóðum krimma.....

Við Kolfreyja fórum í aftansöng kl. 18 í gær og sóttum jólin.  Dásamlega skemmtileg ræða hjá séra Óskari, hann og organistinn gerðu jólaguðspjallið ógleymanlegt.  Takk fyrir.

Heima stússuðu Lúkas ( sem vill ekki í kirkju þann dag sem alltaf er verið að tala um Lúkas- eins og hann segir sjálfur) og Bogi við rjúpurnar og auðvitað toppar Bogi sig hver einustu jól.  Aldrei betri sósa, aldrei betri rjúpur og aldrei betra rauðkál.  Ris a´la mande á eftir og Lúkas fékk möndluna blessaður.  Börnin svo stillt og góð að ég var farin að velta fyrir mér hvort hefðu orðið e-hver skipti.  En þau líta alveg eins út og áður ;)   Fullt af kræsilegum pökkum.  Mér er greinilega ætluð slökun, sængurföt, rauðvínsglös og rauðvín, uppskriftabækur, leikhúsmiðar, kerti, Lisu Ekhdal diskur og andlitsbað...................ummmmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband