Ljúft

Mikið er gott að eiga smá frí inni og geta tekið það þegar sólin skín, hár bærist ekki á höfði, engir fundir skipulagðir og opið í Hlíðarfjalli.  Geystist heim í hádeginu,- skutlaði mér í skíðagallann og beint í fjallið. Náði síðustu sólargeislunum,- fékk örugglega tvær freknur.  Mjög gott færi og nú er ég komin heim ( já er semsagt ekki að blogga í lyftunni ) og þá er að þrífa,- kaupa í matinn og elda e-hvað gómsætt !! 

Lífið getur verið ljúft ;)


pæling

Hér hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í samfellt 18 ár.  Og sjá árangurinn......auðmannastétt orðin til ( og allar konurnar þeirra eiga húsin þeirra núna ) en allt fellur á almenning þegar þeir spiluðu rassinn úr buxunum.  Velferðarkerfið að verða ein rjúkandi rúst,- vextir í svimandi hæðum,- og atvinnuleysi hefur aukist um 30% síðasta mánuð.  Þetta er ekki vænlegt bú sem Jóhanna og vinstri stjórnin tekur við.  En ef e-hver getur bjargað e-hverju fyrir almenning ( mér er alveg slétt sama um auðmennina) þá er það frú Jóhanna !!

æi...

Er Jón Baldvin e-hvað bitur núna ?  Fúll að hafa þegið bitlingana og hoppað úr pólitíkinni í sendiherrann ?  Jóhönnu tími er vonandi kominn og ég hef fulla trú á því að hún verði góð forsætisráðfreyja og vinni sín verk mað hag fólksins í huga.  Ég er ekki heldur í vafa að hún sjái vel yfir sviðið og sé víðsýn og skörungleg.
mbl.is „Jóhanna vinnusöm en þröngsýn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér !!

Það eru nú aldeilis búnar að vera sviptingar í blessaðri pólitíkinni undanfarið.  Ég er mjög sátt við að kosningar verði í vor en segi eins og er að ég hefði viljað sjá fráfarandi ríkisstjórn sitja fram að kosningum,- með því skilyrði náttúrulega að Dabbi hyrfi á braut.  Held að það sé ansi skammur tími fyrir nýja ríkisstjórn að koma e-hverju í verk,- en þó er náttúrulega aldrei að vita og auðvitað á kona að vera jákvæð og vona það besta.  En fyrst ný ríkisstjórn er að komast á koppinn þá vil ég leyfa henni að spreyta sig fram í maí- og reyndar þó hin gamla hefði setið áfram.  Kosningar fyrr þýða það eitt að erfiðra er fyrir ný framboð að koma fram fyrir kosningar og erfiðara er fyrir nýtt fólk að gera sig gildandi í gömlu flokkunum.  Til þess að fá almennilegar breytingar og nýtt fólk inn þarf einfaldlega tíma.  Þá munar um hvern mánuð !!!

Hvað gerir Dabbi ?

Ég bíð spennt eftir því hvað Dabbi kóngur gerir þegar hann verður látinn fjúka !!

Útilokum ekki.....

...breytingar.  Halló,- það verða breytingar.  Eins og ég les stöðuna þá verða annaðhvort stjórnarslit á morgun og þjóðstjórn ( hvað svo sem það nú er...) tekur við völdum eða að Davíð kóngur fer ( líklega með hinum seðlabankastjórunum) og e-hver ráðherra sjálfstæðismanna, líklegast er það dýralæknirinn sem fengi að fjúka þar. 

Þetta hefði allt þurft að gerast miklu fyrr en betra er þó seint en aldrei ;)


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilveran !!

Tilvera okkar er undarlegt.....var eitt sinn sungið.  En ég ætla ekkert að fjalla um það núna ( enda tilvera mín upp og niður og út og suður...), en ég fór út að borða með Steinvöru systur, Kristínu Jónu dóttur hennar og Kolfreyju Sól minni á alveg frábæran veitingastað sem heitir Tilveran og er á Strandgötunni í Hafnarfirði.   Við Steinvör fengum okkar báðar fiskrétti,- ég rauðsprettu með cammerbert og rækjum og Steinvör fékk sér fiskiþrennu. Alveg geggjað,- Kolfreyja og Kristín fengu sér pizzur sem þeim þótti ljómandi ( flottur, fjölbreyttur barnamatseðill) en Kolfreyja smakkaði fiskinn hjá mér og dauðsá eftir að hafa ekki fengið sér svoleiðis ( n.b. það er fiskur á barnamatseðlinum líka).  Ís á eftir fyrir börnin en súkkulaðikaka með ís fyrir frúrnar.  Notalegt umhverfi,- ekki of hátíðlegt.  Fín og kammó þjónusta. Og allt á góðu verði miðað við allt og allt.  Mæli svo sannarlega með þessum stað ef þið eruð á ferðinni í Hafnarfirði.........og síðan er alveg þess virði að gera sér ferð ;)

Gúllas !!

Einu sinni sem oftar var ég í fjallgöngu í hinum fagra Fáskrúðsfirði í skemmtilegum félagsskap.  Þá voru buffin frekar nýlegt fyrirbæri og einn ferðafélaganna var að tala um hvað þetta væri sniðugt höfuðfat......hann mundi ekki alveg hvað það hét,- æi,- þetta þarna gúllas ;)
mbl.is Höfuðfatið heitir skjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott

Uppáhaldsliturinn minn ;)
mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála !!!

Loksins heyrðist í hinni raunverulegu Samfylkingu.  HÚRRA !!!
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband