Tilveran !!

Tilvera okkar er undarlegt.....var eitt sinn sungið.  En ég ætla ekkert að fjalla um það núna ( enda tilvera mín upp og niður og út og suður...), en ég fór út að borða með Steinvöru systur, Kristínu Jónu dóttur hennar og Kolfreyju Sól minni á alveg frábæran veitingastað sem heitir Tilveran og er á Strandgötunni í Hafnarfirði.   Við Steinvör fengum okkar báðar fiskrétti,- ég rauðsprettu með cammerbert og rækjum og Steinvör fékk sér fiskiþrennu. Alveg geggjað,- Kolfreyja og Kristín fengu sér pizzur sem þeim þótti ljómandi ( flottur, fjölbreyttur barnamatseðill) en Kolfreyja smakkaði fiskinn hjá mér og dauðsá eftir að hafa ekki fengið sér svoleiðis ( n.b. það er fiskur á barnamatseðlinum líka).  Ís á eftir fyrir börnin en súkkulaðikaka með ís fyrir frúrnar.  Notalegt umhverfi,- ekki of hátíðlegt.  Fín og kammó þjónusta. Og allt á góðu verði miðað við allt og allt.  Mæli svo sannarlega með þessum stað ef þið eruð á ferðinni í Hafnarfirði.........og síðan er alveg þess virði að gera sér ferð ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gaman að sjá þig hvetja fólk til að gera sér ferð í minn fæðingarfjörð - takk fyrir það

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:27

2 identicon

Virkilega fjölskylduvænn og góður staður. Hef alltaf labbað sátt þaðan út. Kveðja að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband