Framkvæmdagleði !!!

Það er nú aldeilis búin að vera framkvæmdagleði hér á heimilinu undanfarið. Bóndinn í frítúr og blessuð blíða úti þannig að hann hefur ekki setið auðum höndum.  Búnn að brjóta nyðri þakkantinn og steypa hann upp aftur,- steypa vegg innan við hús og setja möl í innkeyrsluna,- réttara sagt gera nýja innkeyrslu og þá bílastæði fyrir tvo bíla ( svona passlega fyrir viðbótarskattlagningu á bensíni), eitt stykki risaösp sem var við það að leggjast á húsið okkar farin, trambolinið komið með endanlegan stað í garðshorninu með ýmsu dúlli í kring og hellur komnar sunnan við hús og tröppur niður að þeim frá hinu nýja bílastæði. Á þessu hellusvæði var líka útbúið eldstæði þannig að þarna á ég eftir að eyða dögum löngum í sólbaði og kveldum löngum í tjilli með þeim sem mig sækja heim. Stefnum síðan að því að mála húsið í næsta frítúr, hugsum um lit þar til.  Bogi setti líka krana utaná húsið svo hægt sé að vökva blómin án vesens ( og fá vatn í steypuna)....þegar Lúkas sá það var honum öllum lokið " Hvernig er það með hann pabba, getur hann allt?"

Bogi hárgreiðslumeistariMaðurinn sem getur allt !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Noh, bara brjálaðar framkvæmdir ! Þú ert ekkert smá heppin aðö eiga svona mann sem getur allt .

Bestu kveðjur að austan

Jóna Björg (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:30

2 identicon

Hmmmm, ég var greinilega aðeins að flýta mér að staðfesta án þess að lesa yfir en þetta aðö er ekki nýyrði heldur átti bara að standa AÐ

Jóna Björg (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband