Gæsahúð
4.4.2009 | 22:53
Var að koma heim af alveg meiriháttartónleikum á Græna hattinum. Hin færeyska Eivör Pálsdóttir var ásamt hljómsveit sinni með tónleika og hún tók allan skalann af lögum,- íslenskar ballöður og sín eigin lög bæði á færeysku og ensku. Ég fékk svo oft gæsahúð að ég hélt að ég væri bara að verða veik,- en það var nú ekki heldur var það rödd þessarar frábæru söngkonu sem hafði svona áhrif á mig. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig hún fer að því að beita röddinni á svona margvíslegan hátt. Bara geggjað ;)
Athugasemdir
OOOOOOOOOOoooooooooooo, ég öfunda þig af þessari gæsahúð hún er ólýsanlega flott söngkona, ég verð að láta mér nægja að setja disk með henni í spilarann, loka svo bara augunum og láta sem ég sé á Græna hattinum Gleðilega páska til ykkar allra frá okkur í Mánaborg
Anna (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.