Til skammar...
27.3.2009 | 21:09
...hve ég er orðin löt hér á blogginu. Ætla samt ekki að taka fingur af lyklaborði heldur hressa mig við í þessu enda búin að blogga síðan í snemma á þessari öld. Byrjaði að mig minnir 2002 í Þorlákshöfn,- rétt áður en ég fór austur á Fáskrúðs hinn fagra. Bloggletin núna stafar kannske að e-hverju leyti af snjáldurskinnunni,- aðallega skraflinu þar !! Síðan er bara búið að vera svoldið mikið að gera,- vinna, börnin,-maturinn,-þvotturinn,-skúringarnar og þess háttar og síðan þarf ég alltaf að fara annan hvurn dag og setja loft í annað afturdekkið á bílnum. Já,- þar kom það.......þess vegna hef ég ekki haft tíma til að blogga,- þetta loftvesen með dekkið- en það er búið að fara þrisvar í viðgerð og nú tími ég ekki meir,- naglarnir gengnir vel inní og ég býð bara eftir að snjóa leysi og ég geti sett sumardekkin undir,- þá fáið þið sko bloggfærslur á færibandi.............
Athugasemdir
Mikið er ég glöð að einhverjir nenna að blogga ennþá, þrátt fyrir Facebook ég er nefnilega svo þver að ég ÆTLA ekki að læra á það.
Kveðja frá Seyðó
Jóna Björg (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.