Sólin skín....

....og gefur fyrirheit um bjartan og góðan dag.  Það léttir konu lundina þegar orðið er albjart þegar hún fer á fætur Whistling.  Gaman í vinnunni eins og nokkurn veginn ávallt og síðan er von á frábærum helgargestum.  Í dag verður Sólin mín ( með fyrra nafnið Kolfreyja) að syngja í Bókval ( sem ég kalla svo enn þó það heiti fyrir löngu síðan Penninn-Eymundsson) með sönghóp sínum kl. 17 !!  (svona ef þið eruð á ferðinn í miðbænum).  Stefni síðan að notalegu kveldi með gestunum góðglöðu, vonandi geysist ég um Hlíðarfjall á morgun og síðan er það leikhús annað kveld eftir að fasaninn föngulegi hefur verið snæddur. Já, það eru svo sannarlega fyrirheit um góða daga framundan !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú og familyan eigið góða helgi með fasana, gestum, skíðum og öllu öðru sem góð helgi býður upp á .

Kveðja frá Seyðó

Jóna Björg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband