Sólin skín....
20.3.2009 | 08:31
....og gefur fyrirheit um bjartan og góðan dag. Það léttir konu lundina þegar orðið er albjart þegar hún fer á fætur . Gaman í vinnunni eins og nokkurn veginn ávallt og síðan er von á frábærum helgargestum. Í dag verður Sólin mín ( með fyrra nafnið Kolfreyja) að syngja í Bókval ( sem ég kalla svo enn þó það heiti fyrir löngu síðan Penninn-Eymundsson) með sönghóp sínum kl. 17 !! (svona ef þið eruð á ferðinn í miðbænum). Stefni síðan að notalegu kveldi með gestunum góðglöðu, vonandi geysist ég um Hlíðarfjall á morgun og síðan er það leikhús annað kveld eftir að fasaninn föngulegi hefur verið snæddur. Já, það eru svo sannarlega fyrirheit um góða daga framundan !!
Athugasemdir
Vona að þú og familyan eigið góða helgi með fasana, gestum, skíðum og öllu öðru sem góð helgi býður upp á .
Kveðja frá Seyðó
Jóna Björg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.