Madama, kerling, fröken, frú.....
2.2.2009 | 23:29
Hef held ég verið þetta allt,- ja kannske ekki madama (- hvað svo sem það er;)
Og flestar konur hafa verið þetta líka !!! En er kona herra? Ég veit að ríkisstjórnin hefur margt á herðum sínum núna,- en nú þegar svo margar konur eru ( loksins) í ríkisstjórn er þá ekki mál að breyta starfsheitinu ( það tekur bara 5 mínútur). E-hvað svo hjákátlegt að segja um Jónínu Leós...ráðherrafrú !!! og um allar þessar flottu konur....ráðherrar. Sé bara fyrir mér karla með bindi í dökkum jakkalakkafötum. Þó svo dóttir mín hafi misskilið orðið ráðskona um daginn ( sagan að því kemur hér á eftir) þá legg ég til starfheitið ráðfreyja,- góð vísun í heiðnina okkar ;) . Verður reyndar klúðurslegt í framtíðinni að segja Kolfreyja forsætisráðfreyja.......en þarf held ég ekki að hafa áhyggjur af því í ljósi eftirfarandi ummæla dótturinnar !!
Ég sótti hana í vistun um daginn ( þegar allir fréttatímar voru fullir af fréttum af ráðherrum og þinginu). Hún plammaðist um á inniskóm og stýran í vistuninni segir,- voðalega ertu ráðskonuleg Kolfreyja mín. Kolfreyja leit á hana og mig....og sagði skýrt,- nei takk, ég ætla sko ekki að vera á alþingi.
Tók ráðskona sem kvenstarfsheiti ráðherra !!!
Athugasemdir
Æi, mér finst þetta kvenréttinda-kjaftæði komið út í öfgar............konur eru líka menn og mér finnst ráðherra bara fínt hvort sem um konu eða karl er að ræða.
Jóna Björg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.