Ljúft
30.1.2009 | 16:18
Mikið er gott að eiga smá frí inni og geta tekið það þegar sólin skín, hár bærist ekki á höfði, engir fundir skipulagðir og opið í Hlíðarfjalli. Geystist heim í hádeginu,- skutlaði mér í skíðagallann og beint í fjallið. Náði síðustu sólargeislunum,- fékk örugglega tvær freknur. Mjög gott færi og nú er ég komin heim ( já er semsagt ekki að blogga í lyftunni ) og þá er að þrífa,- kaupa í matinn og elda e-hvað gómsætt !!
Lífið getur verið ljúft ;)
Athugasemdir
Hi,hi, já tvær freknur fagra frú, POTTÞÉTT Kær kveðja til ykkar í höfuðstað Norðurlands frá frúnni sem fékk þrjár freknur í Oddskarði í gær
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:27
Ummm gerist vart betra
Sigríður Jóhannsdóttir, 2.2.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.