Dósin

Skelltum okkur á Dósina í dag. Altsvo ekki bjórdósina eða makkintosdósina heldur á Blönduós,- sem er í slangri þar innfæddra kallaður Dósin ( því Blönduós er ansi oft borið fram Blön´dós).Tengdó voru með þvílíku jólaveisluna að unun var. Graflax, peruterta,súkkulaðiterta, brauðterta a´la Imma amma ( skonsur með rækjusalati og hangiketi )o.fl. o.fl. Hittum náttúrulega hele familien,- tvo bræður Boga þá Kalla og Jón Inga og Sylvíu systur Boga, Helgu mágkonu og Tótu litlu frænku.Og auðvitað elsku bestu Immu ömmu. Tengdaforeldrar mínir áttu fjörutíu ára brúðkaupsafmæli í dag. Rúbin,- takk fyrir. Við Sylvía mágkona erum að leita að 40 kílóa rúbínstein,- látið vita ef þið hafið svoleiðis í fórum ykkar ;)

Rubin_Madagaskar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband