Æðisgengin hamstraleit !!!

Eftir að hafa eytt gærdeginum í dásamleg jólagjafainnkaup þá kúrði familían sig yfir sjónvarpi, poppi og vatni.  Þegar einni mynd var lokið og ég sendi börnin í bólið og bjó mig undir djúsi áhorf á hinn sænska Wallender.......heyrðist ógnarskræk að neðan ( ekki úr hinu neðra með stóru N-i heldur neðri hæðinni hjá okkur ) HAMSTRARNIR !!!  E-hver hafði verið að dúllast í hömstrunum sínum fyrr um kveldið og gleymt að loka búrinu.  Úbbs....Wallander fékk að bíða ( setti bara á upptöku) og hina mikla leit hófst.  Það fór sem sem ekki á milli mála hvurt þeir hefðu farið, undir stiganum er geymt gamalt barnarúm og dýna.  Merkilegt hvað hamstrar eru röskir við niðurrif á einni dýnu.  Þegar búið var að draga barnarúmið fram, henda leyfunum af dýnunni út ( ok..smá ýkjur) þá spratt fram hamstur.....einn hamstur.  Það var eins og hann væri heimtur úr helju, gleðin var svo mikil.  En hann hefur örugglega skemmt sér konunglega við að tæta í sig dýnuna.  En hinn var ófundinn.  Leitað var í öllum herbergjum, skápum og skúmaskotum ( og ég komst að því að ég þarf að fara í jólarykhreinsun) en enginn hamstur.  Þá var það þvottahúsið..og geymslan.  Dóttirin var viss um að hafa heyrt tíst inn í geymslu.  Við eigum litla geymslu með miklu dóti, mjög gaman og gefandi að leita þar að hamstri !!!  Sá svo sem fyrir mér að ef hann fyndist ekki fljótlega þá gæti ég hent öllu dótinu í geymslunni,- það yrði komið í frumeindir eftir hamstratennurnar ógurlegu.  Enginn hamstur fannst og tárin flæddu hjá stubbunni minni.  Lúkas gerðist spæjari og setti hamstramat hist og her svona til að lokka hann fram.  Enginn árangur.  Þannig að við ákváðum að fara bara í bólið og leyfa blessuðum hamstrinum að rústa geymslunni, ætluðum reyndar að setja 4 matarkorn í hvurt herbergi og loka öllum hurðum, þannig gætum við amk fundið út í hvaða herbergi hann héldi sig.  Mér stóð samt ekki alveg á saman, langaði ekki mikið að vakna um miðja nótt við hamstranag í hárinu !!! Fór inn á baðherbergi að tannbursta og þrífa fésið.....sat ekki lítill sætur hamstur þar á gólfinu,- og skildi ekkert í gleðilátunum í okkur.

 

En það er á hreinu að ef þeir losna úr búrinu í þriðja sinn ( þetta var nefnilega annað) þá verður auglýst hér gefins fínt hamstrabúr og kannske hamstrar ( ef þeir þá finnast ) !!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ og ó....það er ekkert grín þegar hamstrarnir sleppa út! Við Aðalbjörg fengum að kynnast því í 100 ára gamla húsinu okkar á Eskifirði. Ég var hræddust um að hann myndi komast á milli hæða eða inn í veggi.

Helga S (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:15

2 identicon

Hér eru tvær systur sem einu sinni áttu hamstra, mesta fjörið var þegar einn skreið undir þvottavélina og upp allt leiðsluverkið!  Kveðja frá Fásk.

Líneik Anna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:20

3 identicon

GMG (OMG) eins gott að loka þá vel inni svo að þeir nagi ekki húsgögn, tæki og húsið sjálft í sundur. Hélt að þetta væru svo meinlaus grei.

Steinvor (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:36

4 identicon

Úbbs !

Heppin að þurfa ekki að moka öllu út úr geymslunni .

Kveðja úr sköflunum á Seyðó

Jóna Björg (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband