Ótrúlegt
20.11.2008 | 10:57
þetta er nefnilega alveg ótrúlegt. Ég upplifi það að ég búi í landi sem varla er hægt að kalla lýðræðisríki. Mér finnst bankastjórn seðlabankans ráða hér lögum og lofum,- eða réttara sagt einn bankastjóri. Og kemst upp með það...................
Líka svoldið einkennileg öll þessi umræða um Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann,- eða jú,- auðvitað á að ræða ábyrgð þeirra,- en ..........hvurnig væri að ræða frekar um freklega íhlutun seðlabankastjóra,- sem á sér engin fordæmi. Og auðvitað bankaráð útrásarbankanna og stjórnendur þeirra. Þeirra er ábyrgðin fyrst og fremst.
Ef að ég get keypt mér rosa kraftmikinn bíl,- keyri eins og brjálæðingur,- fæ aðvörun og sektir frá löggunni en sinni því ekki,- eða þá að löggan nær mér ekki því hún getur jú ekki verið allsstaðar,- klessukeyri bílinn og eyðilegg aðra bíla og eignir. Er það þá semsagt bílasalanum að kenna,- eða löggunni?
Samfylkingin hefði allt eins getað slitið samstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meiri sápu á samfylkinguna takk.
Guttormur Björn Þórarinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:01
Pútín lét kjósa sig sem forseta, en hélt öllum völdum áfram sem hann hafði sem forsætisráðherra. Hér er ótrúleg hliðstæða á ferðinni.
Valgeir Bjarnason, 20.11.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.