Krakkar ?

Mér er mikil spurn afhverju endalaust er verið að tala niður til krakka og ungmenna ? Besta fólk sem ég hef fyrirhitt eru krakkar og unglingar. Og ég minni líka á að krakkar/unglingar eru ekki neinn sérhópur, þau tilheyra okkur,- öllu fólki,- og eru fólk,- rétt eins og við. Einu sinni var ég krakki,- og trúið því eða ekki,- einu sinni var ég unglingur,- en þið ?
mbl.is Ráðamenn og frekir krakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú ert hér algjörlega að taka orð Viðars Þorsteinssonar, heimspekings, úr samhengi og einfaldlega að lesa vitlaust úr því sem hann sagði . Heimspekingurinn sagði "FREKIR" krakkar, þannig að það er hreinlega  rangt að heimspekineminn sé að tala niður til krakka almennt í þessu samfélagi. Ef líkingarmyndin er skoðuð í réttu samhengi þá er hann að tala niður til ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA en ekki æsku landsins, því
Viðar fullyrðir í ræðunni sinni að , stjórnmála tala við íslenska kjósendur eins og þeir séu heimtufrekir krakkar.

Á því er STÓR REGINN MUNUR sem hver heilvita manneskja séð. Þó svo að krakkar séu velflestir hið fínasta fólk eru SUMIR þeirra "HEIMTUFREKIR" . 

Eða ef við skoðum orð Viðars í réttu samhengi en hann segir orðrétt í þessari ræðu sinni. 

"Gjörspillt valdaklíka og auðmanna stjórna þessu landi. Hér er alls ekkert lýðræði þrátt fyrir að landið sé kallað þingræðislegt lýðveldi. Ráðherrar og hagsmunahópar skrifa út lögin sem síðan er rennt í gegnum þingið á færibandi, dæmdir glæpamenn hljóta náðun hjá vinum sínum og fljúga síðan inn á þing , vinir , synir og ættingar er ráðnir ábyrðarstöður yfirmenn landsins tala við almenning eins og heimtufrekan krakka þegar þessi óhæfuverk eru gagnrínd."

Brynjar Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 05:17

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Brynjar,- ég er ekki sammála því að ég sé að taka orð Viðars úr samhengi.  Mér finnst bara krakkar- heimtufrekir eður ei- ekki koma þessu máli við.  Jú, jú,- krakkar geta verið heimtufrekir,- er það getur fullorðið fólk líka verið. Það hefði auðveldlega verið hægt að segja- eins og heimtufrekt fólk - !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 16.11.2008 kl. 10:57

3 identicon

Það virðist líka gleymast að "þessir freku krakkar" eru þeir sem taka við landinu okkar. Mér finnst gott að "freku krakkarnir" skuli hafa skoðun á því sem er að gerast. Þessir and....... sauðir sem ráða hefðu kannske betur verið "frekir krakkar með skoðanir" þá væri landið okkar sennilega ekki á hausnum. ARGARG kv Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 18:02

4 identicon

Ekki mundi ég vilja láta krakka sem enn eru i mótun taka pólitískar ákvarðanir. Þýðir það að ég tali niður til krakka?

Það er ekkert óeðliegt að pólitískar skoðanir krakka séu ekki teknar alvarlega. Einn daginn munu krakkarnir vaxa úr grasi og þeirra tími mun þá koma, þá sjá þeir um að taka ákvarðanirnar. En nú ert tími fullorðna fólksins.

Axel (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:39

5 Smámynd: Óskar

Ég er sammála Þórhildi að flestu leiti, en skil samlíkinguna þar sem krakkar eru ekki búnir að taka út fullan þroska, svipað og reyndar virðist vera með stóran hluta þessara aðila sem "stjórna" landinu. Ákvarðanir þessa fólks virðast ekki þroskaðar eins og fullorðnu fólki sæmir. Börn aftur á móti hafa rétt á því að taka barnalegar ákvarðanir..þar sem þau eru jú börn. Það hefur eflaust verið hugsunin á bak við þessi orð þessa manns, þótt hann hafi sett þetta kjánalega fram...Eins og krakki?

Óskar, 17.11.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband