Hvað er málið ?
11.11.2008 | 18:51
Er það bara ég sem er ekki að fatta þessa kreppu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ? Mér finnst ég endalaust heyra sömu fréttirnar,- ráðherra telur að nú þegar þurfi að grípa til aðgerða til að styðja við heimilin í landinu - þetta er búið að endurtaka í svotil hverjum þeim fréttatíma sem ég hlusta á !! Halló,- hvernig væri að framkvæma en ekki bara tala ? ( mér sýnist þó af öllu þessu aðgerðarleysi að stjórnarsamstarfið hangi nú lyginni einni saman). Ég er amk ekki farin að heyra af neinum aðgerðum sem skipta flest fólk máli. Jú, það er hægt að lengja í myntkörfulánunum. Ég hef ekki heyrt af því að hægt sé að frysta t.d. íbúðarlán,- nema þú sért kominn í vanskil. Ég held að flestum fjölskyldum kæmi það best að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafanna,- frysta lán til að klára önnur, greiða niður skólamáltíðir, lækkun dagvistunargjalda, lækkun fasteignagjalda, hækkun vaxtabóta og barnabóta. Núna ætti ríkið og sveitarfélögin að keyra út velferðina,- efla atvinnu og já...því miður fara í hallarekstur. Það er bara þannig (n.b. að mínu mati).
Og afhvurju erum við alltaf að fá fréttirnar frá útlöndum,- lán frá Póllandi ( og Geiri gapti bara), umsókn í alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki komin ( og Geiri gapti bara) o.s.frv.
Líklega er lýsandi fyrir íslenska pólitík hvernig þeir sem ættu að vera samherjar vinna gegn hver öðrum,- sbr. Bjarna Harðar.
Í hvaða sandkassa erum við eiginlega ???
Athugasemdir
Gott og blessað kvöldið. Mér finnst þetta ALLTOF falleg mynd fyrir þessa ??????sokka sem ráða hér. Þeir hafa ekkert við svona fallega hluti að gera. Frekar senda þá (næsta vor og sumar)í stærsta arfa og illgresisgarð heimsins og láta þá hreinsa þar. Kannske er það líka of gott fyrir þetta lið!! Er frekar þreytt á þessari framkomu hjá þeim. Þeir þurfa að fara að muna að þeir ERU í vinnu hjá okkur. Kv Guðný sys. ps. Hvernig voru ÖBBURNAR??
Guðný sys (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:28
Öbburnar voru ekkert nema geggt frábærar....bara æði,æði, æði
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.