Blessuð börnin !!
4.11.2008 | 13:15
Lufsaðist hálfslöpp heima á laugardagsmorgun. Dóttir mín 8 ára rak augun í gráu hárin í vöngunum ( þessi þrjú !!) og innti mig eftir því hvort ekki væri kominn tími á litun. Ég sagði henni ( algjörlega í gríni, trúið mér) að nú ætlaði ég að hætta að lita á mér hárið. "Viltu ekki vera sæt ? mamma" sagði dóttirin og sonurinn 11 ára tók andköf. " Er ég ekki alltaf sæt ?" sagði ég auðvitað ( full sjálfstrausts),- börnin mín litu hvort á annað......."jú, jú,- þegar þú ert máluð " sögðu þau í kór.
%&/()=)(//&$#$&/&(
Athugasemdir
Jahá............ bara þrjú grá hár ??? Lærðiru ekki að telja hér einu sinni??????? Kannske búin að gleyma því. En gott hjá krökkunum "Þegar þú ert máluð" Eru þau á samningi hjá einhverju "málningarfyrirtæki"?? Kv.Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:02
Hehe já stundum á maður ekki að spyrja, hef lent í þessari umræðu hér um gráu hárin. Kveðja að vestan.
Tóta (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:59
HA HA HA HA HA þessi blessuðu börn..
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:08
þrjú hár? kjaftæði ég er orðil alveg gráhærð og stolt af því
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.11.2008 kl. 21:58
hihihi þau eru yndisleg blessuðu börnin..
Hafdís Rut (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.