Ljúf leti !!
18.10.2008 | 13:43
Karlpeningur heimilisins hélt í Garðabæinn í gær þar sem sá yngri ku keppa í handknattleik alla helgina. Við mæðgur erum því tvær einar og í stað þess að vera rífandi duglegar ákváðum við að hafa ljúfa letihelgi. Reyndar bættist einn letingi í hópinn er vinkona stúlkunnar kom og fékk að gista. Það var haldin tískusýning og etin pizza, horfðum á Akureyringa rústa Útsvari...( enn í fýlu við Finn granna að vita ekki að Lúkas var læknir) og dingluðum okkur bara. Snemma í bólið,- enda skriðu stúlkurnar uppí til mín kl 04:30 og uppástóðu að það væru sko glaðvaknaðar. Skólfaði þeim niður aftur og þær sváfu til 9,- ég til 11 ;)
Tóm leti í dag,- vafra á vefnum,- lesa,- kíkja á kassann...........ummmmmmmm
Athugasemdir
Daginn. Það er alveg frábær mynd í ríkissjónvarpinu í kvöld. Ein af mínum og Jóhanns uppáhalds. Getum endalaust horft á þessa yndislegu passlega væmnu mynd. Enginn laminn, drepinn, skotinn eða misþyrmt. Bara sæt og góð. Góða skemmtun Kv Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:51
ohhhh svona ættu allar helgar að vera.. bara chill
Ragna (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 23:57
Og takk fyrir gott samtal ÞHelga.. heyrumst fljótt aftur. Svo er til rauðvín á Kleppnum.. skyldur þú eiga leið hjá
Ragna (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.