Morgunstund....
24.9.2008 | 18:06
...gefur gull í mund. Eða amk. gleði á heimili. B-ið ég og mín b-börn höfum farið að sofa nokkuð snemma þessa vikuna. Þau kl. 21 og 21:30 og ég hef skriðið upp í ja...fyrir 23, og ekki lesið neitt mikið ( frábær bók þó Laxveiðar í Jemen). Hef vaknað 6:30 þessa vikuna og í rólegheitum sturtað mig, sturtað í mig kaffi, kíkt í fríblöðin bæði ( sem eru borin út hér á Akureyrinni), smurt nesti fyrir börnin, vakið þau ( ótrúlega blíðlega) upp úr kl. 7, eldað hafragraut fyrir frökenina og hellt kornflexi á disk sonarins, blásið hárið, málað mig og klætt.....allt fyrir kl. 8 og ekki í hendingsstresskasti. Hef haft tíma til að knúsa þau bless áður en þau fara af stað í skólann sinn og ég síðan í mína vinnu.
Eigum við e-hvað að veðja um hvað þessi sæla endist lengi ???
Athugasemdir
Eins og hverju?????? Einni VSOP. Þú endist í hálfa viku í viðbót. Hver á svo að fylgjast með veðmálinu? Lúkas eða Kolfreyja Sól. Kv Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:17
ha ha ha ha jamm.. ég kannast við svona.. enda rúmlega b-manneskja sjálfa.. eiginlega svo mikið að það hlýtur að vera orðið c.. spá að þetta endist fram að helgi;)
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:29
Hljómar of vel til að vera satt...
Ég held reyndar að þetta geti vanist ansi vel bara! Ég er í það minnsta orðin nokkuð þjálfuð í að fara bara líka að sofa á kvöldin þegar ég er búin að lesa í Baldintátu fyrir dömuna.
Njótið helgarinnar!
Helga S (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:46
Vá..ég er hrein og klár C manneskja og það eina sem gerir morgunstund góða er þegar maður getur notið þess að vakna með börnunum sínum...Fyrir utan það að miðbarnið vekur pabba sinn vanalega með spörkum í andlitið ...þá er það mjög ljúft
Óskar, 26.9.2008 kl. 14:59
Þetta hljómar mjög vel í eyrum rúmlega c manneskju eins og ég er. Hér eru "börnin" 14 og 18 ára svo það er engin að lesa fyrir á kvöldin og engin svona morgunrómantík í boði með þeim á morgnana. Ég er þó að læra vakna fyrir sjö, enda tilneydd. Vonandi endast þessi notalegheit sem lengst hjá ykkur. Kveðja að vestan.
Tóta (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.