Gjörsamlega geggjað !!
22.8.2008 | 15:42
Þetta var náttúrulega frábær leikur. Og frábær stemmingin í sal Lundarskóla þar sem við nýttum okkur skjávarpa og tölvu !! Starfsfólkið missti sig í gleði og einstaka tári. Gúffuðum í oss pizzur og drekkum kók. Þvílíkt gott að fá svona tækifæri til hópeflis á vinnustað ;) Nokkrir foreldrar og nemendur á leið í eða úr viðtölum droppuðu við og tóku þátt í fagnaði okkar.
ÁFRAM ÍSLAND
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt, upplifði samskonar hópefli á mínum vinnustað. Pitsa og bjór
Albert (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:01
ÁFRAM ÍSLAND
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:35
Áfram Ísland.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:13
Ofsa gaman að horfa með vinnufélögunum. Skemmtilegastar kennslukonurnar sem varla vissu að það voru ólympíuleikar og hvað að að við ættum séns á verðlaunum. Þær horfðu með og misstu sig í æsingi og gleði. Held að ekkert stórmót fari fram hjá þeim hér eftir
.
Rifjaðist upp fyrir mér þegar við horfðum á Völu Flosa í Ástralíu um árið fara yfir 4,50 í stangarstökki og ná í bronsið. Öllum á kennarastofunni þótti þetta auðvitað æðislegt og frábært....nema einni. Henni fannst þetta ótrúlegt vesen, að vera að tengja sjónvarp og hertaka kennarastofuna undir íþróttaáhorf
. Gettu hver þetta var?!
Sigþrúður Harðardóttir, 24.8.2008 kl. 20:54
Jamm, jamm...get alveg ímyndað mér það. Ekki ég !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.