Orðsnilld !!

Börnin mín eru alþekkt fyrir orðsnilld sína,- eins og flest börn náttúrulega.

 rostungurKolfreyja Sól þekkir seli,- og silung,- og hefur búið fyrir austan þar sem oft er sagt selungur um þann feiknagóða fisk að flámælskum sið !!  Hún sá forsíðu fréttablaðsins í gær og kom til mín hróðug og sagði " sko, þarna er selungur " en þar var þá þessi fíni rostungur ;)

 

 

 

 

 

 

Þetta minnti mig á frumburð minn, Kjartan Þór, sem fór með mér í húsdýragarðinn og sá þar lömb, 206-0698_IMGkálfa og hænuunga,- þegar við komum í geitahúsin þá hrópaði hann upp yfir sig "nei, sko geitungana" og átti þá auðvitað við kiðlingana,(- sem Kolfreyja hlýtur að kalla keðlinga ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú saga af Kristínu Jónu og silungum. Um daginn á veitingastað benti hún á eitthvað á kortinu og spurði hvað það væri, pabbi hennar sagði að þetta væri silungur og hún vildi það endilega. Svo þegar maturinn kom þá var hún hálf súr því þetta var fiskur. "Ég vil fá kjötið af kópnum" sagði hún og harðneitaði að borða silunginn (sel-ungann).

Steinvör (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 00:50

2 identicon

Góðan og blessaðan daginn. Mér datt í hug þegar stelpuskott sá rokk og var að velta fyrir sér hvað þetta væri og til hvers þetta væri notað. Mamma hennar sagði henni að þetta væri rokkur og til hvers brúks hann hefði verið notaður. Þá vildi stelpuskottið vita hvort mamman þekkti einhvern sem hefði notað þetta tæki. Já já svaraði mamman, mamma mín til dæmis. Þá sagði stelpuskottið,"ROKKAÐI HÚN". Mannstu eftir þessu Helga mín.Ég hef´sjaldan séð mömmu okkar hlæja eins mikið.   Krakkar geta verið góðir íslenskufræðingar. Td. sagði Styrmir sonur minn þegar hann sá menn tyrfa. Eru þeir að "GRASLEGGJA" Þette var þegar allir voru með teppi og allir teppalögðu. En nóg í bili. Reyni að muna fleira gott sem kom frá þér þegar þú varst minni. Kv Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

En sætar søgur. Eina sagan sem ég man af Freyju er thegar hún sagdi ad hún ætladi ad vera salat-vegetar thegar hún verdur stór, af thví henni finnst salat ekki gott. Hún hugsadi audvitad sem svo, ad ef vegetar bordar ekki kjøt, thá hlýtur salat-vegetar ad halda sér frá salatinu.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:40

4 identicon

Besta krakkasaga sem ég hef heyrt var af strák sem að amman kallaði alltaf sólargeislann sinn.  Svo kom amma í heimsókn og strákurinn knúsaði ömmu og sagði "elsku geisladiskurinn minn."

Steinvör (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

steinvør thessi var gódur

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:02

6 identicon

Já, þau þekkja dýrin og afkomendur þeirra þessar elskur  

Bestu kveðjur til ykkar frá okkur mæðgunum í Dvergaborgum.

Helga S og Aðalbjörg Ýrr (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:15

7 identicon

Litlu krúttin geta verið svo ótrúlega fyndin í einlægni sinni!  

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:14

8 identicon

...góður! vertu sæl venan;)

Hér fer yngri dóttir mín í stregaskóna og vil fá sekur.. og fer niður stegan. Ég held að ég sé ekki flámælt en .. kannski stundum. Kannski ég fari bara að æfa mig!

Gunna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:09

9 identicon

 Það er eitthvað svo notalegt að kíkja á bloggið þitt

Sunna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 14:44

10 identicon

Yndislegt!

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband