Gaman
31.7.2008 | 22:04
Mikið var gaman að fá þá dásemdargesti Hildigunni og Þorstein son hennar. Við erum búin að tjilla og liggja í sólbaði, rölta í bænum, sötra rauðvín og hafa gaman af lífinu. Í gærkveldi fórum við vinkonurnar út að borða á hinn magnaða veitingastað Friðrik V http://fridrikv.is/ og vorum nú ekki sviknar af matnum, umhverfinu og þjónustunni. Nammi, namm....
Gestirnir flugu svo í dag og nú tjillum við bara ég og börnin,- sól og blíða framundan, tívolí og ég veit ekki hvað. Um að gera að njóta síðustu sumarleyfisdagana að sinni í botn.....
Athugasemdir
Vá hef sko borðað þar ...æði. Hafðu það gott.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 22:06
Og fyrir hönd Sólveigar þakka ég þig og vinkonan þín fyrir skemmtilegt spjall á mið. kvöld
Viktor Mar Bonilla (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:44
Þú hefur greinilega haft í nægu að snúast undanfarið nafna! Því miður fer jú að síga á seinni hluta sumarleyfis...daman mín á leið á skautanámskeið eftir helgi og mér finnst það hljóma voða HAUST-lega!
Helga S (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 02:09
Já það er sko gott að vera til! Væri til í að koma á Akureyri um helgina en Siggi er á vöktum um helgina svo ég verð að láta skreppitúr á Neistaflug nægja (og að sjálfsögðu svona eins og eitt gott ball)
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.