Púff !!!
4.7.2008 | 23:29
Frábær dagur. Gjörsamlega. Fótbolti,- fótbolti. Eftir marga tapleiki í gær og svekkelsi hjá syni mínum þá unnu þeir KR ( ertu ekki örugglega að lesa þetta JÓHANN uppáhaldsmágur...) 6-3 og Lúkas átti 2 mörk. Gleðin í fyrirrúmi.
Lúkas sagði mér frá Þórði sem er í liði með honum og á mömmu í R-vík. Þegar leið á spjallið áttaði ég mig á því að umrædd móðir væri engin önnur en hún Kristín ( Stína) í Miðgarði æskuvinkona mín. Lítið Ísland a tarna.
Stóð hádegisvaktina í KA-heimilinu í dag, eins og í gær, og skammtaði hressum 5.fl. drengum mat.
Vinna í smátíma,- gera samninga við nýja kennara og minni á að mig vantar DÖNSKUKENNARA næsta skólaár. Þið sem lesið þetta,- endilega sækja um ( verst að Sigga er ekki komin með dönskureynsluna enn og ekki búin með b.ed. námið ). Loka tölvunni og volla.....SUMARFRÍ.
Góðir vinir í kveldmat,- steiktur saltfiskur á spænska vísu,- hrikalega góður.....gott rauðvín með. Bláber, súkkulaðirúsínur og ís í eftirrétt ( Ólína á heiðurinn af þessum eftirrétti). Nammi, nammmmmmmm.
Athugasemdir
Hæ skvís! Veðurguðirnir hafa ákveðið að þýða þig niður um helgina, gott mál! Þekki reyndar einn dönskukennara, en held að viðkomandi sé ekki að fara að flytja norður...
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 05:59
Hæhæ. Ég skal alveg passa að Jóhann sjái þetta ekki!!En KR "tapar aldrei" vinnur bara mismikið hehe!!!!!!! Kv Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 11:31
Ég skal koma og kenna dönsku hjá þér ef þú býður nógu vel! Td myndi ég þiggja veður eins og búið er að vera síðustu daga hér í bæ!
Ég er sem sagt á Akureyri og kíki kannski á þig þegar hægist um í boltanum!
Sigþrúður Harðardóttir, 5.7.2008 kl. 21:40
Gott sumarfrí. Væri alveg til í ad koma og kenna dønsku ca. 1 vetur, ef thú býdur vel. Kannski geri ég thad bara eftir nokkur ár. Ole vill alveg prófa ad búa á íslandi einhvern tíma, thegar nokkur af børnunum eru ordin stærri.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:04
Sissa,- þú ert ráðin frá og með deginum í dag ;) Það er alltaf svona veður !!!
Solla tekur síðan við af þér eftir nokkur ár.......
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.7.2008 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.