30. júní.....
30.6.2008 | 21:54
...og ég er frosin inn að beini eftir útivist helgarinnar. Kolfreyja Sól keppti á Landsbankamótinu á Sauðárkrók og auðvitað fer kona og hvetur stúlkuna sína, þrátt fyrir gráma í fjöllum, snjó á Öxnadalsheiði og rok....og rok....og enn meira rok á Sauðárkrók. Stóð krókloppin á línunni,- reyndi að garga mér til hita,- þéttinnpökkuð í þrennar flíspeysur, vindgalla, lopavettlinga og húfu. Betur klædd en í Hlíðarfjalli í vetur ;) Herre Gud,- takk fyrir að gista á Blönduósi en ekki noprast í tjaldi í þessum kulda. Fór Þverárfjall sex sinnum en sá engan ísbjörn.....ferlega fúlt ;)
Mótið var frábært,- stúlkurnar skemmtu sér drottningarlega og að fylgjast með 7.flokk slær allar meistarakeppnir út ;) . Keppendur fara um völlinn eins og amöbur,- þetta er svona flokkafótbolti nokkurskonar. Síðan fara sumir kannske í parís,- ja, eða að spjalla við foreldra sína og svo er heldur ekkert svo nauið hvort það eru 6 eða 11 í hvoru liði. Dómarinn missir sig stundum úr hlátri og allir hafa stórgaman af. En líka alveg ótrúlega flott að sjá seigluna hjá þessum 6-8 ára stelpum sem efldust við hvern leik,- og flokkafótboltinn var smá saman að breytast í sendingar og svoleiðis e-hvað sem ég hef ekki hundsvit á. Sama hvernig leikar fóru eða hversu mikið vindurinn blés,- alltaf hamingjusvipur á stúlkunum og gleðin allsráðandi.
Lá í heitu baði hjá tengdó í 2 klt í gærkveldi,- fór til vinkonu minnar og fékk kaffi með yljara út í.....er samt enn hálfkalt !!!
Verð að ná í mig hita fyrir fótboltamótið hjá 5. flokk hér á Akureyri í vikunni.
Athugasemdir
Hún var ekki hlý norðanáttin hér sunnan heiða í útilegu helgarinnar. Ég get ímyndað mér hvernig hefur verið hjá ykkur
En spáin er nú fín og ég hlakka til að koma norður á miðvikudaginn. Verðum á Akureyri fram yfir helgi en stefnum svo á ísbjarnarslóðir í Skagafirði ef viðrar.
Sjáumst!
Sigþrúður Harðardóttir, 30.6.2008 kl. 23:13
Ég get ekki sagt þér nógu og oft ..hversu mikið glöð ég er að vera flutt af Ströndum.. síðustu vikurnar. Ég er nefninlega SÚPERKULDAKREISTA..
Vona að það fari að hlýna hjá ykkur
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 02:56
Erum að leggja í hann í dag, sjáumst á vellinum. Kveðja að austan.
Hafdís Rut og Kristófer Páll (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 07:16
Get svarið það. Það er eins og þú sért að lýsa einum systursyni þínum, segi ekki hver hann er. fyrsti stafurinn byrjar á Stirmir. Þegar hann byrjaði í fótbolta var það bara af því allir hinir voru að spila. Minn maður mætti í sínum búningi flottum glænýjum VAÐSTÍGVÉlUM og bjó svo til litlar sætar sandhrúgur á malalvellinum, Það var miuklu skemmilegra en sparka í einhvern bolta. Það hlógu allir sig máttlausa. En í dag býr minn maður í Danmörku.spilar þar fótbolta í Íslendingaliðinu HEKLU og þair eru Íslandameistarar í fótbolta í DK. Svo margt getur breyst á ekki svo mörgum árum. Kv Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:35
Þetta hljómar alveg yndislega! Svo áhyggjulaust líf eitthvað, enginn að æsa sig ef vörnin skilar sér ekki til baka o.s.frv. Sé Styrmi líka alveg fyrir mér á malarvellinnum í stígvélum með skóflu, ha ha Örugglega nokkrir sem hafa verið í svipuðum sporum á vellinum!
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 18:30
HEHE Þette er BARA hallærislegt!!!!!!!! Geta ekki ritað nafn eins afleggjarans síns rétt!Auðvitað er Styrmir ritað með Y. Kv Guðný sys og SAUÐUR!!!!!!!
Guðný sys (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.