Kisa

Kisan Lóla er enn í heimsókn.  Og konumamman með henni.  Mikið gasalega blossaði upp í mér löngun í au-pair aðila þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og allt var glansandi hreint og fínt.  Þökk sé hinu rykmoppulaga skotti á kisu og e-hvað snurfusaði nú konumamman til líka.

En hér snýst allt um blessaðan köttinn.  Kolfreyja þvælist um allt hús á eftir kisu, dregur með vinkonur og svei mér ef ekki bláókunnugt fólk utan af götu til að skoða kisuundrið.  Hún lét ekki einu sinni svona mikið með Þórhildi litlu frænku sína um páskana ( enda ungabörn ekki eins auðveld að klappa og ekki eins mjúk og loðin ).  Kolfreyja les fyrir kisu eins og frænkurnar og síðan fer hún að sofa með köttinn í bólinu.  Lúkas Björn leyfir kisu líka ALLT,- og þá meina ég allt.  Drengurinn sem ég þarf að vekja svo undurblíðlega,- læðast að og klappa og stökkva í burtu aftur til að hendi slæmist ekki í mig þó urrið nái !!- hann opnaði annað augað illskulegur á svip í morgun þegar hann fann e-hvað hrjúft pot. ( Hann var alveg tilbúinn í skrækið) .  En þegar hann sá persakisuna,- en ekki mömmu sína, þá hvarf geðvonskusvipurinn og hin hreina tæra engilsásjóna kom í ljós.  Hann var klæddur og kominn á ról fimm mín. seinna !!!!

Elsku mágkona og litla kisa....verið sem lengst ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband