Á meðan krónan féll....

...féll ég líka.  Niður hlíðar Hlíðarfjalls altsvo. Féll reyndar ekki í þeim skilningi að ég hafi dottið, heldur fór ég svo brattar brekkur að það mætti kalla það fall !!  eða það, fannst mér amk.  Fór bæði Suðurbakkann og Norðurbakkann og renndi mér þaðan í Hjalteyrina og út í Ævintýraleið. 

Hlidarfjall_hotel

Skoðaði síðan þegar heim var komið kort af skíðabrautum Hlíðarfjalls og þá voru þessar hrikalegu bröttu fallbrekkur mínar bara rauðmerktar !! semsagt, miðlungsþungar.  Ferlega fúlt,- mér leið eins og þær væru kolbikasvartar og ekki á færi nema alhugrökkustu kvenskörunga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð.. var búin að skrifa í gestabókina hjá þér.... en get víst ekki ritað þar! Er ekki með "rétt" blogg. Svo ég segi bara hér - gleðilega páska og hafið það gott. Bestu kveðjur að Austan. Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband