Leikhúsið

Heldur betur var ég heppin í gærkveldi. Það hringdi í mig bráðmyndarlegur og skemmtilegur maður og bauð í leikhúsið.....aftur.  Fór með honum á Fló á Skinni og núna á 9E0950C16615Dubbeldusch sem sýnt er í Rýminu. Leikritið er frumraun leikarans Björns Hlyns Haraldssonar sem leikskálds og sýninguna vinnur LA í samstarfi við leikhópinn Vesturport.  Fín sýning sem skilur töluverðar vangaveltur eftir sig.  Að öðrum ólöstuðum þá ber Harpa Arnardóttir af í hlutverki móðurinnar.  Hún leikur feikivel bæði hlátur, grátur og reiðiköst !!!

Alltaf gaman í leikhúsinu ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband