Best ever

1198007804.66691Þessi færsla er tileinkuð Sissu vinkonu minni í Þorlákshöfn.  Þetta er sú allra, allra, allra besta súkkulaðikaka ever.  Fann hana í Vikudegi þar sem Baldur Dýrfjörð lét góðar uppskriftir af hendi rakna.  Því kalla ég þessa köku auðvitað: Dýrslega góð súkkulaðikaka ;)

2 dl. sykur og 4 egg þeytt mjög vel.  200 gr.suðusúkkulaði og 200. gr. smjög brætt saman við vægan hita og sett út í eggjaþeytuna ásamt 1 dl. hveiti.    Þetta er sett í eldfast mót eða sílikonform og bakað í ofni við 170 gráður í ca hálftíma.

150 gr suðusúkkulaði brædd með 70 gr. af smjöri og 2 msk. sýrópi.   Þessu hellt yfir kökuna og böns af jarðarberjum og síðan allt snætt með ís..............ummmmmmmmmm

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi er það girnileg að það tók sig upp hjá mér löngun til að baka, langt síðan það hefur gerst. Kær kveðja að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mmmmmmmm..............takk fyrir. Ekki langt þangað til þessi verður í eftirrétt á þessu heimili!

Sigþrúður Harðardóttir, 18.2.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Já þið segið það ég er nú ekki beint köku karl en er nú samt viss um að það er til ein betri allavega miðað við stunurnar þegar hún er borðuð og sennilega hefur Sissa smakkað hana

Vignir Arnarson, 18.2.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Vignir,- mana þig í að koma með uppskrift sem toppar þessa !!!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:05

5 identicon

Jessi

Hafdís Rut (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:52

6 identicon

hihi smá klikk hér á undan.. EN þessi er æði, er í uppskriftabókinni magamettar og nettar meyjar sem við starfsstúlkur uppsala seldum á frönskum dögum í fyrra. Geggjaðar uppskriftir þar á ferð og bækurnar uppseldar.. kveðja frá Fásk

Hafdís Rut (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:55

7 identicon

Ég verð að prófa þessa þótt að ég sé ekki góð í að baka.  Baka reyndar aðallega vandræði, nei djókur.

Íris Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:47

8 identicon

Ummm ég ætla að prófa þessa ..og gef þér uppskrift sem þú vilt kannski prófa við tækifæri.

Frönsk súkkulaðikaka: 

500 gr smjör
500 gr sykur
500 gr suðusúkkulaði
1/4 bolli Expressókaffi
 
- Brætt saman í potti á vægum hita - passa að ekki sjóði - Þetta er því næst látið kólna talsvert.
 
8 egg
 
Eggin eru slegin út og blandað saman við (ef hitt er of heitt munu eggin hlaupa í kekki ..EKKI GOTT)
 
Þessu er því næst hellt í form (skúffuform) og gott er ef þykktin er ca 2 og 1/2 cm
 
Bakað við 160 gráður í ca 60 mínútur
 
Kakan látin kólna ..og svo sett í kæli og látin standa þar í a.m.k. sólarhring.
 
Frábær með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum.

Kveðja, Ragna 

Ragna popparadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 01:42

9 Smámynd: Vignir Arnarson

Nei nei Þórhildur mín hún er leindóið í Þorló   hihihihihi

Vignir Arnarson, 22.2.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband