Afskaplega áhugaverð skýrsla...
17.1.2008 | 19:29
...og margar tillögur sem ríkisendurskoðun leggur fram. Það þarf svolítið að setja sig í gírinn að lesa grein um skólamál þar sem talað er um framleiðni, útgjaldaþörf, kostnaðarlíkön og þess háttar en allir hafa gott af því. Þetta kostar nefnilega allt. Mér sýnist meginniðurstaða ríkisendurskoðunar vera kall til menntamálaráðuneytisins um aukið eftirlit og mat á skólakerfinu og kallið til sveitarfélaga og Kennarasambandsins er alveg ljóst í lokaorðum skýrslunnar.....Þannig stendur upp á sveitarfélög og samtök kennara að leita leiða til að bæta námsárangur og hækka laun kennara með því að auka framleiðni skólanna en ekki með því að kalla eftir meiri útgjöldum. Ljóst er að ekki er til einföld lausn á jafn umfangsmiklu og vandasömu viðfangsefni og blasir við að allir hagsmunaaðilar þurfi að leggja sitt af mörkum til aðárangur náist. Sveitarfélögin verða að taka frumkvæði ef umbótaferli á aðkomast á laggirnar og slíkt ferli verður mjög takmarkað nema til komi dyggilegur stuðningur kennarasamtakanna.
Hægt að jafna kostnað sveitarfélaga vegna grunnskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.