Fim og fín !!
17.12.2007 | 00:45
Þá er þessi helgi að renna sitt skeið á enda. Á föstudaginn sýndi ég fimi mína í fimleikum en það var slútttími hjá dótturinni í fimleikunum og foreldrar léku með. Kollhnís og allt !!! Skrifað á jólakort síðan langt fram eftir nóttu, eða réttara sagt skrifað utan á umslög, kortin voru hönnuð og prentuð þannig að umslögin var það eina sem þurfti að handskrifa. Þökk sé því... ( samt finnst mér mjög gaman að skrifa á jólakort !!! alveg satt) þá brá frúin sér í Hlíðarfjall á laugardeginum með börnunum. Þannig að þið sem eruð súr yfir því að fá ekki gríðarlega persónulegt jólakort frá Langamýrargenginu verðið bara að hugga ykkur við það að því var semsagt fórnað fyrir gæðatíma með börnunum. (Hitt er annað mál að ég náði svo fínni mynd af börnunum og fann svo fína vísu á kortið að það er alveg jafnfínt og persónulega párið mitt). Bakaði síðan enn fleiri Sörur um kveldið,- þessar fyrir hann Kjartan minn sem veit ekki betri kökur en Sörur. Sunnudagsmorgninum var eytt í Akureyrarkirkju þar sem var Aðventuhátíð barnanna, gasalega gaman og yndislegir barnakórar. Steinsofnaði síðan yfir Silfrinu, veit ekki hvort það var Illugi sem hafði þessi róandi áhrif á mig eða Ögmundur ;)
Góðir gestir á laugardag, Kalli, Helga og Tóta og líka góðir gestir á sunnudagskveldið Jónína, Halldór og börnin þeirra þrjú.
Og þá er bara að láta þetta allt rúlla fram að jólum
Athugasemdir
Ég var nú lömuð og fötluð í hálsinum í marga daga eftir minn kollhnís á foreldradeginum í fimleikunum. Hef heldur ekki farið í kollhnís í 30 ár ...þó mér fyndist mér allir vegir færir þegar ég kom að dýnunni.
Gekk betur að hoppa á loftgólfinu...
Sigþrúður Harðardóttir, 19.12.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.