Óbeisluð fegurð

Hún brást nú ekki væntingum mínum þessi stórmynd sem sýnd var á RUV í kveld.  Brosið er fast á andlitinu á mér og gleðin í hjartanu.  Þetta var sko alvöru mynd um alvöru fólk.  Hún Matthildur Helgadóttir er ein af forsprökkurum keppninnar og ein af aðalkarakterum myndarinnar er bloggvinur minn og þið ættuð nú að kíkja á síðuna hennar, sjá má linkinn neðar og til vinstri  ;)

Ég gerði nú lítið annað í dag en að horfa á fólk sem ég þekki í sjónvarpinu og að keppa semsagt,- Eva konan hans Kjartans Jóhannssonar ( Guðnýjarsonar-systursonur minn) var í 2ja tíma dagskrá á Skjá 1 í dag ( og gærkveldi en þá var ég ekki heima) og gerði sér lítið fyrir og vann Icefittnes, töggur í stúlkunni get ég sagt ykkur.

Ég þarf nú að stefna að þátttöku í e-hverri svona keppni,- hvort ætti ég að velja fittnes eða óbeislaða fegurð ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keppnin var alger snilld og Matthildur Helgadóttir er einstök kona.

Tóta (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Matta og allir sem stóðu að þessari keppni eru einfaldlega snillingar! Við hjá Sólstöfum Vestfjarða eigum þeim mikið að þakka þar sem aðgangseyrir að keppninni rann til okkar sem og inngangur að sýningu myndarinnar hér í Ísafjarðarbíói. Rúmlega hálf millljón safnaðist fyrir okkur og getum við á engan hátt lýst því hve þakklátar við erum. Ótrúlegt fólk hreinlega!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 18.11.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Ég sá fitnesskeppnina á Skjá Einum. Þvílíkt burst, Eva vann allar greinarnar. Kjartan fékk að vera aðeins í mynd þarna í restina með dótturina Viktoríu. Heyrði í honum í gær og kallinn var að vonum afar sáttur við þetta.

Guðmundur Bergkvist, 19.11.2007 kl. 14:39

4 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Það er víst nokk sama í hvora keppnina þú færir

Sigþrúður Harðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband