Jæja já !!!

Ein rannsókn sem segir þetta,- en hvað með allar hinar sem segja hið gagnstæða.  Og hvað með þá foreldra og þau börn sem hafa upplifað annað?

 Mitt mat og mín reynsla er að best sé að hafa lyfja- og atferlismeðferð saman.  Rétt eins og það er ekki nægjanlegt fyrir sykursjúka að taka insulin heldur þurfa þeir líka að breyta mataræði er yfirleitt ekki nóg fyrir adhd-börn að taka ritalin heldur þarf líka atferlismeðferð,- og rétt eins og það að breyta mataræði fyrir sykursjúka er yfirleitt ekki nóg heldur þurfa þeir líka að taka insulin þá er atferlismeðferð fyrir adhd- oft ekki næjanleg heldur þarf lyf líka.

En auðvitað er gott að fá rannsóknir inn,- en ekki gleyma að þetta er ein rannsókn en við höfum tugi/hundraða rannsókna sem segja hið gagnstæða.

Reyndar finnst mér athyglisvert þetta með að lyf gefi góða raun á fyrsta ári!!  Oft þarf að ná þessum krökkum "niður" til að geta hafið atferlismeðferð,- eins og þunglyndislyf þarf á þunglyndissjúklinga til að byrja með til að geta farið að vinna með þá á ýmsan annan hátt !!!

En Conserta og PMT-atferlismeðferð hefur verið besti vinur okkar foreldrana á mínu heimili ;) Gætum án hvorugs verið.


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

En sykursýki er raunverulegur sjúkdómur sem stafar af insúlín skorti sem hægt er að finna með líffræðilegu testi og bæta upp með insúlín gjöf.

Athygglisbrestur er ekki einu sinni sjúkdómur. Þetta er safn einkenna sem tekin voru saman að geðrannsóknarráði Bandaríkjanna og kallað sjúkdómur. Það er ekkert líffræðilegt test. Gætu þessi einkenni stafað af sálfræðilegum ástæðum og kannski líka sykri og E-efnum sem börnin borða?

Í Fréttablaðinu var grein um að nokkur E-efni sem eru í matvælum og sælgæti valda óróleika í fullorðnum og ofvirkni í börnum. Þetta voru um sex efni, m.a. rotvarnarefnið E-211 sem er meira að segja í sumu sódavatni.

Ég veit t.d. að sykurneysla hjá mörgum veldur alvarlegum athyglisbrest...þegar ég hætta að mestu leiti að borða sykur fyrir 11 árum varð ég allt annar.

Breytt mataræði hefur ótrúleg áhrif. Til að byrja með skydi forðast sykur og auka efni (m.a. E-efni) og borða sem ferskast og sem fjölbreyttast. Þetta tekur tíma, en heilbrigði og hamingja barnanna okkar er að veði.

Þessi síða hefur gjörbreytt mínum matarvenjum. Ég mæli með að skrá sig á póstlistann og fá sendar greinar og video sem hægt og rólega breyta matarvenjum mans: mercola.com

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Lindan

Ég er svo innilega sammála þér.  Fullt af fólki auðvitað tilbúið að hrópa "ég vissi það!!"  við svona fréttum en það veit bara ekki betur.   það eru til rannsóknir sem sýna að börn sem fá bæði lyfjagjöf og atferlismeðferð ná betri árangri en börn sem fá bara annað hvort eða hvorugt.  Það er bara verið að taka bút úr rannsókn og blása upp í frétt.

 Fyrr á þessu ári birtist stór finnsk rannsókn í fréttablaði ADHD samtakana um nákvæmlega þetta.  Sú rannsókn stóð yfir í 30 ár og úrtakið var mjög stórt.      Þar kemur sú sorglega staðreynd vel í ljós að þeir sem fá enga meðferð eru mjög líklegir til að leiðast út í "rugl" og svo minnka líkurnar eftir því sem fólk fær meiri aðstoð.  Þeir sem fengu bæði lyf og atferlismeðferð voru oftast bara í fínum málum 30 árum seinna.

Lindan, 13.11.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Lindan. Ég segi það aftur. Þú ert hetja! Haltu áfram að fræða þig og gera það sem þú getur. Það er fólk eins og þú sem mun á endanum finna varanlegar lausnir. Mæli með þessu myndbandi um áhrif geðlyfja á börn, unglinga og samfélagið í heild:

Trailer: The Drugging of Our Children (Trailer)

Myndin í heild: The Drugging of our Children

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 16:02

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir fræðsluna. Með fullri virðingu skil að rítalín og önnur lyf slá á einkennin, ég er bara með varúðarorð. Geðlyf eru örvæntingarfullt úrræði og engin varanleg lausn. Þvi skulum við aldrei gleyma. Höldum öll áfram að fræða okkur. Ég er búinn að læra mikið af þessari umræðu.

T.d. að fyrirtækið se framleiðir Prozac gerði sínar eigin rannsóknir fyrir 15 árum og liggur undir grun fyrir að stinga þeim undir stól þegar í ljós kom að Prozac jók líkur á sjálfsmorðum og árásarhneigð. Sjá grein á CNN hér.

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 19:02

5 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Helga, að lyf og atferlismeðferð saman virkar langsamlega best! Það hef ég lært í mínu námi og verið margsinnis vitni að því! Lyfin geta orðið til þess að hægt sé að vinna með atferlið og hjálpa til við að ná árangri, í mörgum tilfellum er ekki hægt að byrja á því fyrr en lyfin eru farin að virka. Auðvitað getur atferlismeðferð dugað í mörgum tilfellum, en oft tekur hún þá miklu lengri tíma en með aðstoð lyfja.

Svo held ég reyndar að séu ansi mörg börn á lyfjum sem þurfa ekki á þeim að halda og á hinn bógin mörg börn án lyfja sem ættu að vera á lyfjum, en það er allt önnur saga...  Maður getur hitnað ansi hreint mikið þegar kemur að þessari umræðu! :) Kveðja að austan, Tinna. 

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:26

6 identicon

Kæra Þórhildur Helga, Nú hef ég sko skoðun!

nr 1 Það er mjög erfitt að ALHÆFA NOKKUÐ.. þegar kemur að hversskonar geðröskunum. Það verða alltaf rannsóknir ..sem sýna þvers og kruss.

nr. 2 Í reynslu minni sem bæði fóstur og stuðningsforeldri ..og hingað til mín hafa komið u.þ.b. 60 (ath ekki öll í einu) börn með akkurat þessa greiningu. Þá gætir margra grasa. Það sem okkur finnst sláandi er að sum börn virðast geta slökkt á veikindum sínum við það eitt að koma hingað.. og ég er ekki að kaupa ..að það eigi að vera hægt, enda geta einhverfu börnin ..ekki slökkt á sinni einhverfu, né geta sykursjúku börnin.. hætt að vera sykursjúk ..við það eitt að fara í sveit! Þegar ég segi sum.. þá er talan  sem ég ætla að benda á hér er svimandi há ..af 60 börnum ..upplifðum við að 35 ..gátu slökkt á veikindum sínum.. og voru hér eins og englar.. sum sem var búið að skila af öðrum sumardvalarforeldrum ..því þau voru svo erfið ..þar af eitt barn úr BRÚARSKÓLA! Flest (en ekki öll) voru þessi börn í lyfjapásu.. yfir sumarið.   

3. Þau 25 sem af okkar upplifun gátu það ekki.. tel ég (sem er nú hvorki geðlæknir né sálfræðingur) þurfa að vera á bæði lyfjum og þurfa atferlismeðferð.. og foreldrar hafa mjög gott af því að fá frí annað slagið ..því þessi börn geta verið mjög erfið.. og þá koma inn svona pör eins og við Gummi ..sem höfum ofanaf fyrir þeim á meðan ..og höldum þeim við efnið.. og reynum að gefa góð ráð ..hjálpa og styðja foreldra.

Smádæmi: Einn ADHD drengur sem hefur verið hjá okkur ..í nokkur ár í sumardvölum og stuðningshelgum.. sefur að meðaltali 3-4 tíma á sólarhring ALLTAF.. ath ekki bara stundum! Hann grettir sig stanslaust.. allar hreyfingar eru á ofurhraða.. hann talar einnig í belg og biðu.. er jafnvel að tala um tvö málefni í einu..alls óskyld. Hann getur ekki horft á neinn sjónvarpsþátt.. enga bíómynd.. þó að hann hafi áhuga fyrir efninu! Hann á í miklum erfiðleikum með að sitja við matarborðið. Þið getið bara rétt ímyndað ykkur ..hvernig hann er í skólanum! Hann hefur verið hér án lyfja og á lyfjum og það er talsvert mikill munur á líðan hans. Þarf hann bara að borða hollt.. og engan sykur... ha? Sum börn eru raunverulega VEIK!   

Svo fyrir mér ..eru til 2-lags börn.. greind með athyglisbrest og ofvirkni.. annarsvegar ..börn sem eru fædd svoleiðis að þau þola illa venjulegt áreiti og eiga í alvarlegum einbeitingarerfiðleikum ..og svo hinsvegar.. börn sem einfaldlega líður illa.. vegna óvenjumikils áreitis ..annaðhvort vegna fjölskylduaðstæðna.. eða einhvers annars utanaðkomandi. Útkoman í hegðun getur verið mjög svipuð.  

Það er mín einlæg skoðun ...að geðlæknar ættu að taka sér langt ferli  í greiningar ..og vera vissir í sinni greiningu ..áður en lyfjataka ..er skoðuð. 

Það er alveg öruggt að af hvorri ástæðunni sem er ..að auðvitað skiptir fæðið máli ...reglusemi foreldra, heilsusamleg og uppbyggileg samskipti .. ekki reyndar bara fyrir ADHD börn ..heldur bara öll börn!   

Ég tel að þessir þættir þ.e. að mörg börn eru lyfjuð ..sem eru ekki með ofvirkni og athyglisbrest ..hafi áhrif á rannsóknir sem þessar og geti gefið  rangar niðurstöður... skoða þarf hvert mál fyrir sig.. enda eru þessi börn EINSTAKLINGAR.  

Tek undir með Tinnu ..vá hvað manni getur hitnað ..við þessar umræður. 

Jæja þetta er bara orðið blogg hjá mér ..æji sorrý ÞHelga.. þetta er eitt að mínum hjartans málum.. þessi frábæru ADHD börn!

Bestu kveðjur á Akureyrina

Ragna  

Ragna Popparadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:30

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég skil þau ykkar sem hafið reynt allt annað og farið varlega í lyfjagjöfina eruð sár yfir því að vera for-dæmd um að dópa börnin ykkar af vanrækslu. Nú veit ég ekki hverjir eru að gefa börnum rótsterk geðlyf sem þau þurfa ekki, en það er gert í skuggalega miklu mæli. Á öðru blogi segir Þórhildur Helga sem tekur börnum sem greind hafa verið ofvirk í vist í sveit á sumrin að 58% barnanna þurfa ekki lyfin í sveitinni.

Ég vona að þið ábyrgu og fróðu getið horfst í augu við það að alltof mörg heilbrigð börn eru greind ofvirk og gefið lyf sem þau þurfa ekki.

Ekki for-dæma mig fyrir að benda á þetta, rannsakið það og ef rétt reynist vona ég að þið takið af skarið og stöðvið slíka misnotkun á þessum aðferðum sem reyst hafa ykkur vel.

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 08:52

8 Smámynd: Kári Magnússon

Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.

Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?

Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.

Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.

Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.

Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.

P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.


Sjá umræðu hér

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:49

9 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Jón Þór,- ég sagði aldrei neitt um börnin í sveitinni heldur var það hún Ragna vinkona mín sem tekur börn í sveit sem setti þetta í athugasemdir á blogginu mínu,- ekki mín eigin orð, takk fyrir.

Þó svo að auðvitað skipti umhverfið þessi börn gríðarlegu miklu máli,- og Kári, já skólakerfið skiptir mjög miklu máli og þarf að taka þessum börnum eins og þau eru,- eins og öllum börnum og aðlaga starfið að þeim en ekki þau að skólastarfinu.  Þessi börn hafa alltaf verið,- munið þið ekki eftir þeim frá ykkar skólagöngu,- villingarnir sem fengu enga aðstoð og var bara hent út úr tíma.  Sem betur fer er þetta að breytast mjög mikið í dag og margir skólar farnir að líta til þessa stóra hóps,- hvort sem við köllum hann adhd eða börn með hegðunarörðugleika.  Ég tel ekki að besta lausnin sé að taka þessi börn út,- heldur mæta þeim á þeirra forsendum.  Reglur, rammi, fastur agi, vinna með þeim í því sem þau eru fær í og hafa hæfileika til.  Fíflagangur getur orðið að atvinnu eins og Jón Gnarr hefur svo skemmtilega ( en þó sorglega) sagt frá.  Ekki má gleyma að uppeldisaðferðir/kennsluaðferðir/umhverfi sem hentar þessum börnum hentar öllum börnum mjög vel.  Sumir segja að uppeldisaðferðir/kennsluaðferðir/umhverfi sem sé lífsnauðsynlegt adhd-börnum sé mjög hollt öðrum börnum rétt eins og mataræðí sem sé lífsnauðsynlegt fyrir sykursjúk börn sem mjög hollt fyrir öll börn.  Reyndar eins og RAGNA popparans dóttir segir í athugasemd "...reglusemi foreldra, heilsusamleg og uppbyggileg samskipti .. ekki reyndar bara fyrir ADHD börn ..heldur bara öll börn! "

Og mín kæra Ragna,- auðvitað skiptir umhverfið oft alveg gríðarlega miklu máli það er bara þannig.  Fjöldi áreita, reglurnar og eftirfylgni þeirra, hrós, að fá að njóta sín og vera góður í e-hverju, ramminn og vita af honum fyrirfram o.s.frv. 

Já, já við erum öll jafn heit,- sem betur fer,- sýnir bara hve okkur er þetta málefni kært,- og þá blessuð börnin.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:24

10 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já það var víst hún Ragna Popparadóttir sem skrifaði þetta. Afsakið :)

En Þórhildur Helga, ef barnið er heilbrigt og hamingusamt án lyfja í heilbrigðu umhverfi en virkt og ómögulegt annars, hvernig er hægt að segja að barnið sé sjúkt? Er það ekki ljóst að það er umhverfi barnsins sem er óheilsusamlegt?

Ef það gerir mig þunglyndan þegar ég neyðist til að umgangast stressað og dómhart fólk dag eftir dag hef ég þá sjúkdóm inn í mér sem orsakast af efnabrenglun í heilanum eða eru það þessar ytri aðstæður sem valda brenglun á efnabúskapinum í heilanum á mér?

Jón Þór Ólafsson, 15.11.2007 kl. 11:38

11 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já það var víst hún Ragna Popparadóttir sem skrifaði þetta. Afsakið :)

En Þórhildur Helga, ef barnið er heilbrigt og hamingusamt án lyfja í heilbrigðu umhverfi en virkt og ómögulegt annars, hvernig er hægt að segja að barnið sé sjúkt? Er það ekki ljóst að það er umhverfi barnsins sem er óheilsusamlegt?

Ef það gerir mig þunglyndan þegar ég neyðist til að umgangast stressað og dómhart fólk dag eftir dag hef ég þá sjúkdóm inn í mér sem orsakast af efnabrenglun í heilanum eða eru það þessar ytri aðstæður sem valda brenglun á efnabúskapinum í heilanum á mér?

Jón Þór Ólafsson, 15.11.2007 kl. 11:40

12 identicon

Hugsanlega ..já... Þeir sem eru ekki með brengluð efnaskipti taka hugsanlega ekki nærri sér ..stressað og dómhart fólk! Gera kannski bara grín að því. Kannski þú ættir bara að fá þér kók og prins póló ..he he he nei nei segi nú svona DJÓK!! SMÁ GRÍN!!

Ragna Popparadóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:07

13 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hehe...ég er ekki mikið fyrir að slá á óþæginlegar tilfinningar með sykurfylleríi Ragna

Ég held ég hafi enga innri eðlisgall í taugakerfinu, eins og virðist vera með bróðurpartinn af krökkunum sem þú hefur í vist. Taugakerfið mitt bregst bara við umhverfinu eins og það var hannað til að gera. Neikvætt mannlegt umhverfi hefur neikvæð áhrif á sálarlíf heilbrigðs fólks og það hefur verið eitt helsta umfjöllunarefni í ritum manna frá því við lærðum að skrifa.

Það er heilbrigt taugakerfi sem gerir mann þungan þegar maður neyðist til að umgangast m.a. stressað og dómhart fólk dag eftir dag. Ef ég gæti valið myndi ég vilja upplifa hugarró við allar kringumstæður og það hefur verið leit mannsins frá upphafi. En að verða þungur í þrúgandi umhverfi er heilbrigt.

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband