Hangi, hang....

Nú er e-hvern veginn svona mitt á milli hausts og vetrar,- veturinn eiginlega kominn, en samt ekki.  Jólin að nálgast, en samt ekki !!  Amk ekki nóg fyrir mig til að fara í dúndur jólaskap enn þá.  Ekki farin að spá í jólakortin hvað þá annað. Heyrði í einni vinkonu minni í gær, hún er búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn. 

Þið sjáið væntanlega að ég er haldin vægu þunglyndi í dag. Ástæðan, jú,- heimavinnandi húsmæðragenin fóru alveg fram hjá mér.  Er búin að vera heima í 5 daga, helgarfrí, vetrarfrí og veikt barn í dag.  Og leiðinn rennur yfir mig.  Hjúkket að ég skrapp á einn fund í gær, og aðeins í vinnuna í fyrradag.  Veit ekki alveg hvar ég væri í dag ef það hefði ekki komið til.  Kolfreyjan er nú öll að hressast og fer líklega í skólann á morgun. Hjúkket, bæði vegna hennar heilsu og minnar.

Þegar ég er svona heima þá finnst mér ég eigi alltaf að vera að stússa e-hvað. Ryksuga, þurrka af, setja í vél, taka til í geymslunni. Amk dedúa e-hvað,- ekki bara hangsa og fá samviskubit yfir þvi.   Gerði ekkert í dag............af dedúi amk, kannski fýlan yfir mér þess vegna.  Vinna á morgun og hinn, tiltekt á laugardag.  Hrikalega verð ég hress um helgina, strax farin að hlakka til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið erum við ólíkar. Mér líður best bara heima og þegar ég þarf aldrei að fara neitt.

Steinvör (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Er ég ekki bara eins og pabbi og þú eins og mamma ?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.11.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband