Hangi, hang....
7.11.2007 | 20:08
Nú er e-hvern veginn svona mitt á milli hausts og vetrar,- veturinn eiginlega kominn, en samt ekki. Jólin að nálgast, en samt ekki !! Amk ekki nóg fyrir mig til að fara í dúndur jólaskap enn þá. Ekki farin að spá í jólakortin hvað þá annað. Heyrði í einni vinkonu minni í gær, hún er búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn.
Þið sjáið væntanlega að ég er haldin vægu þunglyndi í dag. Ástæðan, jú,- heimavinnandi húsmæðragenin fóru alveg fram hjá mér. Er búin að vera heima í 5 daga, helgarfrí, vetrarfrí og veikt barn í dag. Og leiðinn rennur yfir mig. Hjúkket að ég skrapp á einn fund í gær, og aðeins í vinnuna í fyrradag. Veit ekki alveg hvar ég væri í dag ef það hefði ekki komið til. Kolfreyjan er nú öll að hressast og fer líklega í skólann á morgun. Hjúkket, bæði vegna hennar heilsu og minnar.
Þegar ég er svona heima þá finnst mér ég eigi alltaf að vera að stússa e-hvað. Ryksuga, þurrka af, setja í vél, taka til í geymslunni. Amk dedúa e-hvað,- ekki bara hangsa og fá samviskubit yfir þvi. Gerði ekkert í dag............af dedúi amk, kannski fýlan yfir mér þess vegna. Vinna á morgun og hinn, tiltekt á laugardag. Hrikalega verð ég hress um helgina, strax farin að hlakka til.
Athugasemdir
Mikið erum við ólíkar. Mér líður best bara heima og þegar ég þarf aldrei að fara neitt.
Steinvör (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:04
Er ég ekki bara eins og pabbi og þú eins og mamma ?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.11.2007 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.