Óvitar

óvitarFór með börnin mín á hina dásamlegu sýningu Óvita hjá LA í dag.  Við skemmtum okkur alveg hreint drottningarlega og þessir leikarar eru bara frábærir.  Litlu stýrin eru alveg geggjuð og ég tek nú ofan fyrir bekkjarsystur Kolfreyju henni Sólrúnu sem leikur langömmuna,- 7 ára gömul ;)  En það eru ekki bara leikararnir sem eru frábærir heldur er sviðmyndin alveg ótrúlega skemmtilega sett upp og sniðugar lausnir í ýmsum atriðum.

Leikfélag Akureyrar trekkir líka heldur betur í bæinn.  Í leikhúsinu í dag hitti ég Bryndísi frá Ísafirði ( sem kenndi mér að drullumalla á sínum tíma), Maríönnu kunningjakonu frá Egilsstöðum og Sigþrúði vinkonu úr Þorlákshöfn.  Tvær hinar fyrstnefndu komu gagngert til Akureyrar til að fara í leikhúsið ;) . 

Þess má geta að Sigþrúður og Bryndís eru bloggvinkonur mínar og þið finnið linkana þeirra hér á síðunni.  Veit ekki hvort Maríanna bloggar. 

En semsagt,- allir í leikhús !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband