Góð hugmynd

Þegar ég var að yfirgefa vinnustað minn í gær um kveldmatarleytið þá sá ég að það var fullt af fólki inn í matsal og börn skoppandi um ganga ( kannski ekki skrítið þar sem ég vinn í skóla ;).  Ég kíkti náttúrulega við í salnum svona til að vita hvað væri í gangi.  Voru þá ekki foreldrar 5.bekkinga með sameiginlegan mat.  FRÁBÆRT. Þarna komu semsagt heilu fjölskyldurnar, allir með e-hvað á hlaðborð og síðan var etið og væntanlega spjallað og sjálfsagt e-hvað fleira.  Mér var nú boðið upp á góðgæti en þar sem ég var á leið á Greifann með mínum börnum og ektamaka varð ég að afþakka.  En semsagt,- mér finnst þetta eðalhugmynd og frábært fólk sem framkvæmir hana ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband