Haustið....
22.10.2007 | 22:22
...gjörsamlega umlukti mig um helgina. Var í algjöru letikasti,- slæptist um húsið, komst með erfiðismunum út í búð,- nei alveg rétt, fór ekkert í búð ( þess vegna var mjólkurlaust í morgun) og bara svona hékk.
Svona helgar eru náttúrulega alltof fáséðar, dásamlegar og yndislegar.
Afrekaði þó að kenna Lúkasi tveggja manna vist,- hei, hó, búin að eignast meðspilara. Það hitnaði heldur betur í spilunum á laugardagskveldið. Man ekki hvort vann ( svona í heildina).
Byrjaði sunnudaginn á messu í Akureyrarkirkju, þar sem Kolfreyja söng í barnakórnum. Ætlaði síðan að enda sunnudaginn í messu í Akureyrarkirkju um kveldið en þar sem minn ektamaður kom fyrr í land en áætlað var og beint í flug norður þá tók ég hann framyfir börn regnbogans og sótti hann á flugvöllinn á þeim tíma. Hitti hommana bara seinna ;)
Athugasemdir
Hva, eru hommarnir farnir að halda messur eða var sérstök hommamessa í Akureyrarkirkju?
Guðmundur Bergkvist, 24.10.2007 kl. 13:06
Hó hó! Auðvitað tekurðu Bogann fram yfir hommana og það eru sko engir fordómar :)
Er að vinna í nýrri síðu, mátt alveg kigga! :)
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:16
Já Beggi minn,- messan sem ég ætlaði í var svona regnbogamessa,- í samvinnu Samtaka 78 og Akureyrarkirkju. Svona hommamessa á Akureyri ! Hér eru allir svo líbó,- líka prestarnir ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.10.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.