Klukk....
1.8.2007 | 20:03
Sissa klukkaði mig og þar sem séra Baldur segir að það sé nú e-lega einelti að svara ekki klukki,- lítið verra en að vera ekki klukkaður þá ætla ég að svara klukki Sissu.
1. Fór aldrei í Klukk þegar ég var krakki,- bara í Tikken,- sem er held ég alveg eins og Klukk en bara sagt Tikken þegar er náð.....
2. Ég á við íþróttameiðsl að stríða núna,- hægri únliður hefur enn ekki jafnað sig eftir blakmeiðsl síðan í hittifyrra................og skúringar framundan...
3. Ég er sem sé að fara að skúra...
4. ...en nenni því varla og þess vegna sit ég hér og svara klukki......
5. Ég þvoði mér í framan með sítrónusafa ótal oft þegar ég var yngri að árum,- til að losna við freknurnar,- þeim hefur þó bara fjölgað.
6. Ég er manneskja öfganna, svona stundum, elska að vera ein upp í fjalli eða niðrí fjöru en elska líka að vera á djamminu með fullt af skemmtilegu fólki eða í mannhafi í stórborg.
7. Mér finnst matur góður,- þetta kemur mörgum örugglega gríðarlega á óvart !!!
8. Oft finnst mér ég vera alveg orkulaus,- amk. þessa dagana....................þarf að fara að hlaða ;)
Og hverja á ég svo að klukka,- eða Tikka...........Valdimar,- Svava,- Kristján Möller,- Ástu Hlín í Argentínu,- Kristrúnu frænku,- Jóhönnu Hauks, Gunnu Gunnars og Önnu Pálu.
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Helga, gaman að hitta þig! :) Það er eiginlega það skemmtilegasta við þessa helgi hvað maður hittir ótrúlega marga sem maður hefur kannski ekki séð mjög lengi! :)
Gat ekki annað en brosað að þessu með sítrónusafann, he he ;)
Kveðja, Tinna
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:47
Vei, ég er öll glöð með að finna þig aftur hér í netheimum....! Og ég er kíki þá sé ég bara að ég hef verið klukkuð! Jæja skal reyna að svara því kalli um helgina. Ble ble, sjáumst kannski um helgina baby.... Heimilisfangið þitt er Dúfnahólar 10 eða er minnið enn að leika mig grátt!
Svava (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 15:55
úps... búin að vera í tölvufríi... svara þessu á morgun.. er að fara í bæinn;)
Gunna Gunnars... (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.