Fallegi fjörðurinn minn !!

Ég á einn fallegan fjörð,- í huganum altsvo- og á hann aldeilis ekki ein,- heldur með öllum Fáskrúðsfirðingum.  Á mánudagskveldið renndi ég austur, alein en samt ekki, því með mér voru Eyvör,Lisa Ekdahl,Lay Low, Norah Jones og Emiliana Torrini ( Bogi sagði að þetta væri greinilega kerlingaferð !!).  Gott að keyra svona alein með góða músík í botni og hugsa, ja...eða hugsa bara ekki.  Það var gott að koma í fjörðinn fagra, en óumræðilega tregafullt því ég var að fylgja til grafar honum Magna fyrrum nemanda mínum, fjörkálfi hinum mesta.  Fjörðurinn var svo fagur, en svo hnípinn, skrítið hvernig náttúran tekur þátt í sorgum mannabarna sinna.  Útförin var afskaplega falleg og eftirminnileg.  Óumræðilega erfið, en samt yndisleg.  Tónlistin dásamleg og minningarorð sr. Hólmgríms lýstu honum Magna svo vel.  Það var gott að geta faðmað þau mætu hjón Björg og Óa og líka að knúsa alla þessa frábæru krakka sem voru að missa svo góðan félaga.  Þau standa svo vel saman þessi ungmenni og vonandi ná þau að vinna úr sorgarferlinu saman og styðja við þann sem lifði af slysið. 

 Þessa mynd af Fáskrúðsfirði fékk ég á síðunni  http://faskrudsfjordur.123.is

30.sept%20500


Bloggfærslur 28. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband