Útilega

Var að koma heim úr frábærri útilegu.  Vorum fyrst að spá í að fara í Ásbyrgi ( sem er algjör draumastaður) en vinir okkar plötuðu okkur með í Í FJÖRÐUM.  Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því.  Paradís á jörð. Drösluðumst yfir jeppaslóða á Hondunni okkar Smart með tjaldvagninn Krúsa í eftirdragi.  Allt gekk ljómandi vel,- en fórum að vísu frekar hægt yfir.  Keyrðum alveg út Hvalvatnsfjörð og skelltum upp tjaldbúðum niðri við sjó.  Varðeldur bæði kveldin, brjálaður berjamór ( hef aldrei séð aðrar eins hrúgur af stórum, feitum og safaríkum krækiberjum), skemmtileg fjallganga, grill, söngur, bullusögur, þjóðsögur, sólbað, fótabað, flugdrekaleikur og ég veit ekki hvað.  Set inn myndir mjög, mjög fljótlega. 

Hnuplaði þessari af netinu:

hvalvatnsfj600


Bloggfærslur 24. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband