Gaman

Mikið var gaman að fá þá dásemdargesti Hildigunni og Þorstein son hennar.  Við erum búin að tjilla og liggja í sólbaði, rölta í bænum, sötra rauðvín og hafa gaman af lífinu.  Í gærkveldi fórum við vinkonurnar út að borða á hinn magnaða veitingastað Friðrik V http://fridrikv.is/  og vorum nú ekki sviknar af matnum, umhverfinu og þjónustunni.  Nammi, namm....

Gestirnir flugu svo í dag og nú tjillum við bara ég og börnin,- sól og blíða framundan, tívolí og ég veit ekki hvað.  Um að gera að njóta síðustu sumarleyfisdagana að sinni í botn.....


Bloggfærslur 31. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband