Löng og ljúf letihelgi...

...er senn á enda.  Hef ekki í langan, langan tíma slappað jafnvel af.  Svaf frameftir og dinglaði mér þess á milli.  Eldaði í gær stórgóðan kjúlla, en uppskriftina finnið þið á síðu bloggvinar míns Kokksins ( þar er nú ekkert smá af girnilegum uppskriftum ). Smellti mér í bíó í gærkveldi og sá Rúllandi steina...fín mynd og geggjuð tónlist, en mikið hroðalega eldast hljómsveitarmeðlimirnir illa ( ef nornin í Hans og Grétu er til þá er hún eins og Keith Richard). Svaf meira frameftir í dag, dinglaði mér og fór í sund með manni, dóttur og viðhengi.  Bogi eldaði síðan dýrindis lambalundir !!!   Vann bara aðeins í kveld,- en fór síðan á vefvarf !!! og ætla nú að fara að lúra meira.

Þessi helgi var ekkert fleiri dagar en venjuleg helgi....en virkaði miklu lengri, þökk sé letinni !!

Góða nótt

SleepIsGood


Bloggfærslur 27. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband