lista-lista-listasjúk ??
15.3.2008 | 23:07
Fer bráðum að fá menningarsjokk held ég Búin að innbyrða svo mikið af menningu undanfarið. Í dag fór ég í Ketilhúsið þar sem Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var sungin. Alveg meiriháttar gaman og alveg ótrúlegt að engum hafi fyrr dottið í hug að gera tónverk við þennan magnaða texta. Spilarar og söngvarar voru náttúrulega dásamleg !! Á eftir ráfaði ég um Listagilið og skoðaði hinar ýmsu sýningar. Alveg mögnuð sýningin í Listasafninu,- Bæ,bæ Ísland. http://www.listasafn.akureyri.is/ Þessi sýning vekur konu sannarlega til umhugsunar.........byltingin lifi ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikhúsið
15.3.2008 | 11:04
Heldur betur var ég heppin í gærkveldi. Það hringdi í mig bráðmyndarlegur og skemmtilegur maður og bauð í leikhúsið.....aftur. Fór með honum á Fló á Skinni og núna á Dubbeldusch sem sýnt er í Rýminu. Leikritið er frumraun leikarans Björns Hlyns Haraldssonar sem leikskálds og sýninguna vinnur LA í samstarfi við leikhópinn Vesturport. Fín sýning sem skilur töluverðar vangaveltur eftir sig. Að öðrum ólöstuðum þá ber Harpa Arnardóttir af í hlutverki móðurinnar. Hún leikur feikivel bæði hlátur, grátur og reiðiköst !!!
Alltaf gaman í leikhúsinu ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)