Bloggvinir !!!
9.2.2008 | 14:07
Var að dedúa við að taka til í bloggvinalistanum. Er búin að raða honum upp í fléttulista,- kona/karl og reyndi að hafa þá sem skrifa mest og oftast ofarlega. Þegar neðar dró á listann breyttist hann úr fléttulista í konulista,- vantar greinilega fleiri karlkynsvini ;)
Henti reyndar ráðherranum út,- hann hefur ekki bloggað frá því um kosningar,- og reyndar eru pólitískusarnir svolítið þessu marki brenndir. Kemur lítið inn frá amk tveimur sem eru á listanum hjá mér......ennþá !!!! Henti líka Krissu frænku út, eins og hún er nú yndisleg en hún er greinilega alveg hætt að blogga.
Tók líka til í skemmtilega fólk listanum mínum. Burtu með þær síður sem eru hættar eða læstar með lykilorðum. Mottó hjá mér að kíkja aldrei á læstar síður !!!
Og það hreinsast þvílíkt úr bókahillunum mínum,- búin að fylla tvo svarta ruslapoka af möppum og gömlum skólaverkefnum og vinnuverkefnum. Myndmenntakennaraferill minn er kominn úr 20 möppum í TVÆR. Hirti bara eftirminnilegustu verkefnin og skemmtilegustu,- stefni greinilega ekki á endurnýjun lífdaga sem myndmenntakennari........en ef svo yrði þá hef ég alveg nægjanlegt hugmyndaflug til að búa til ný verkefni.
En mikið er auðveldara að taka til á netinu en í raunheimi!!! Nú á ég eftir að skeiða upp á gámasvæði með ruslapokana ;(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HK og vertu sæt !!
9.2.2008 | 12:20
![]() |
Yfirlýsing frá borgarlögmanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Með ólíkindum !!
9.2.2008 | 11:48
Þetta er náttúrulega eins fáránlegt og hægt er !!! Sá sem átti að fá kaupréttarsamning gaf álit !! Halló, hvað er um að vera ? Og enginn tekur ábyrgð,- nokkuð ljóst núna hvers vegna villti spillti Villi fór ekki í borgarstjórastólinn strax. Og Ólafur F. gerir hvað sem er fyrir völd og heldur hlífiskyldi yfir þessu öllu. Og hvar liggur ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem heildar ? Heyrist ekki orð frá hr. Harde !!
Og síðan skólfa þeir inn atkvæðum í næstu kosningum, vitið til.
![]() |
Forstjóri OR álitsgjafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)