Best ever
17.2.2008 | 17:51
Þessi færsla er tileinkuð Sissu vinkonu minni í Þorlákshöfn. Þetta er sú allra, allra, allra besta súkkulaðikaka ever. Fann hana í Vikudegi þar sem Baldur Dýrfjörð lét góðar uppskriftir af hendi rakna. Því kalla ég þessa köku auðvitað: Dýrslega góð súkkulaðikaka ;)
2 dl. sykur og 4 egg þeytt mjög vel. 200 gr.suðusúkkulaði og 200. gr. smjög brætt saman við vægan hita og sett út í eggjaþeytuna ásamt 1 dl. hveiti. Þetta er sett í eldfast mót eða sílikonform og bakað í ofni við 170 gráður í ca hálftíma.
150 gr suðusúkkulaði brædd með 70 gr. af smjöri og 2 msk. sýrópi. Þessu hellt yfir kökuna og böns af jarðarberjum og síðan allt snætt með ís..............ummmmmmmmmm
Það var hundur hjá mér...
17.2.2008 | 17:41
....um helgina. Altsvo ekki hundur í mér heldur kom hann Tinni í heimsókn með Kalla, Helgu og Tótu sem dvöldu hér um helgina. Og nú er ég örugglega endanlega bólusett fyrir því að fá hund á heimilið. Svona svipað og þegar barnafólk heimsækir barnlausa vini sína og þeir barnlaust telja það hina bestu getnaðarvörn ;) Ekki það að nokkurn tímann hafi mig langað í hund. Hef eiginlega alltaf verið hálfhrædd við þessar skepnur. Reyndar var Sámur gamli á Kolfreyjustað alveg indæll og við börnin hlóðum nú leiðið hjá honum í dýrakirkjugarðinum okkar þegar hann varð allur,- en mér var t.d. aldrei sama um hundana á Brimnesi,- sem hlupu alltaf á eftir bláu tojotunni á leiðinni inní þorp hér í den. Ennþá verð ég hikandi þegar ég mæti lausum hundi,- og hef nú ekki alltaf verið ánægð með nágranna mína hér í Mýrinni, hef hlaupið gargandi inn þegar þeirra dásemdarskepnur hafa sloppið lausar og komið kátir og hressir til að flaðra upp um mig.
En Tinni semsagt hélt vöku fyrir okkur aðfaranótt laugardags með væli og brambolti. Meira að segja Lúkasi var nóg boðið.......ætlar hann aldrei að þagna !!!!
Aldrei hund til eignar á þetta heimili,- ja, nema þá uppstoppaðan ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)